Kæru félagar, nú þegar lokað hefur verið fyrir skráningu stendur tala þeirra sem mæta í akkurat 300 manns. Það er heldur betur glæsileg tala og virkilega gaman að sjá hversu margir eru tilbúnir að koma og fagna þessum merka áfanga Félags húsbílaeigenda.
Undirbúningur er á lokametrum og allt að smella svo að helgin ætti að verða okkur öllum afar ánægjuleg, allt hefst þetta með ómetanlegri vinnu stjórnar, nefnda, og almennra félaga.
Ásdís Pálsdóttir nr. 404 verður með hóp félaga við að skreyta borðin, Ágústa Överby nr. 300 mun sjá um að skreyta drapperingar á sviði. Þá vil ég hrósa Evu Rut sem hefur verið í forsvari þegar kemur að Íþróttahúsinu, brosmild og hlýleg, engin vandamál, bara lausnir. Hann Arnar eigandi Soho hefur einnig verið einstaklega þægilegur í öllum samskiptum. Risa þakklæti til allra sem koma að undirbúningi á einn eða annan hátt.
Við höfum leigt myndavélakassa sem verður staðsettur við merki félagsins, ¨ljósmyndtöku horn¨ Hvetjum ykkur til að vera dugleg að taka af ykkur myndir, einstaklingar, pör og hópar. Við fáum svo allar myndir afhentar á kupp til varðveislu.
Sætaröðunar blöð munu liggja frammi í andyri Íþróttahússins kl. 13:00 á laugardag, grípið eftir þörfum. Einnig verður afmælisritið afhent þar á sama tíma, eitt eintak á bíl. Ferðanefnd mun verða á staðnum líka og afhenda armbönd fyrir afmælisfagnaðinn.
ATH að engin kemst inn nema að viðkomandi sé með armband. Aðgengi er frekar þröngt inn í húsið, við sýnum þá hvað við erum vel upp alin, ef það myndast biðröð þá þarf hún að vera einföld, einn úr hverjum bíl er líka alveg nóg. Þetta á að taka skamma stund, engin posi og allir búnir að greiða gjaldið ekki satt?
Ps. Skoðið vel loftmynd af bílastæðum og lesið leiðbeiningar með þeim hér neðar. Félagi okkar hann Jónatan Ingimarsson nr 111 ásamt ferðanefnd hefur unnið að því að gera það sem best úr garði.
Leggja skal húsbílum í akstursstefnu (þ.e. bakka í stæði)
Eitt bílastæði eða sem nemur því skal vera á milli bíla samkvæmt fyrirmælum frá Brunavörnum Suðurnesja.
A svæði: Tjaldstæði m/rafmagni (forgangsröð)
B svæði: Fimmtudagur
C svæði: Föstudagur eftir kl. 14.00
D svæði: Fimmtudagur (til vara ef svæði B dugar ekki)
E svæði: Laugardagur eftir kl. 14.00
EE svæði: Laugardagur m/rafmagn eftir kl. 14.00
F svæði: Föstudagur kl. 14.00 m/rafmagn
G svæði: Fimmtudagur
Sundlaugin lokar kl. 14.00 á laugardag. Gestir geta notað sturtuklefa til kl. 17.00
WC gámar verða við Íþróttahús og skóla.
Gleðilega hátíð kæru vinir og félagar.
Húrra fyrir Félagi húsbílaeigenda.
![Gæti verið mynd af floor plan, map, blueprint og texti](https://scontent.frkv2-1.fna.fbcdn.net/v/t39.30808-6/369692239_10227568044854403_7302586743244200720_n.jpg?stp=cp6_dst-jpg_p180x540&_nc_cat=106&ccb=1-7&_nc_sid=5cd70e&_nc_ohc=4sWUDsrCeGgAX-iXzMR&_nc_ht=scontent.frkv2-1.fna&oh=00_AfA9JPWeg9joCbCqZRhPP_9sTXHBByVevzR7bj4xfF-1rg&oe=64EC2443)
All reactions:
35Anna M Hálfdanardóttir, Hjordis Sigurdardottir og 33 til viðbótar