Aðalfundarboð

Aðalfundur Félags húsbílaeigenda verður haldin í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi þann 28. október 2023

kl 14:00.

Dagskrá aðalfundar er svo hljóðandi. 

 1)  Formaður setur fundinn og gerir tillögu um fundarstjóra. 

 2)  Fundarstjóri gerir tillögu um fundarritara og kynnir dagskrá fundarins.

 3)  Formaður flytur skýrslu stjórnar.

 4) Gjaldkeri leggur fram og skýrir reikninga félagsins.

 5) Umræður um skýrslu formanns og reikninga félagsins 

 6) Ákvörðun félagsgjalda.

 7) Lagabreytingar. 

 8) Kosningar í stjórn og nefndir.

 9) Önnur mál

Tillaga að lagabreytingu.
 

3. grein.
Starfsár og félagsgjöld:
a) Starfs,- og reikningsár félagsins er á milli aðalfunda.
b) Aðalfund skal halda fyrir 1. nóvember ár hvert. Aðalfund skal boða með minnst viku fyrirvara. Aðalfundur er löglegur sé löglega til hans boðað.
c) Árlegt félagsgjald, með gjalddaga  1.mars og eindaga 20.mars,skal ákveða á aðalfundi ár hvert.

3. grein. Tillaga að lagabreytingu.
Starfsár og félagsgjöld:

a) Starfs,- og reikningsár félagsins er á milli aðalfunda.
b) Aðalfund skal halda fyrir 1. nóvember ár hvert. Aðalfund skal boða með minnst viku fyrirvara. Aðalfundur er löglegur sé löglega til hans boðað.
c) Árlegt félagsgjald með gjalddaga  1. febrúar og eindaga 20.febrúar, skal ákveða á aðalfundi ár hvert.

6. grein.
Stjórn félagsins getur vikið félagsmanni úr félaginu ef hann:
a)   Vinnur gegn hagsmunum félagsins.
b)   Gerist brotlegur við lög félagsins.
c)   Hefur ekki greitt félagsgjald fyrir 1. maí ár hvert.

6. grein. Tillaga að lagabreytingu.

Stjórn félagsins getur vikið félagsmanni úr félaginu ef hann:

a) Vinnur gegn hagsmunum félagsins.​
b) Gerist brotlegur við lög félagsins.
c) Hefur ekki greitt félagsgjald fyrir 1. maí ár hvert.
d) Hefur sýnt af sér vítaverða háttsemi í orðum og/eða gjörðum.
Í samráði við siðanefnd getur stjórn félagsins ákeðið hvort veita skuli áminningu eða víkja félagsmanni úr félaginu álíti hún að framkoma hans eða gjörðir hafi verið vítaverðar. 

 8. grein.
Fastar nefndir skulu vera: Skemmtinefnd og ferðanefnd.
Þær skulu starfa í tvö ár í senn. 2 Nefndarmenn fara úr nefnd í einu. ( Breytt á aðalfundi 2014.) Aðalfundur eða stjórn félagsins geta skipað aðrar nefndir til ákveðinna verkefna tímabundið. Stjórn félagsins skal afhenda þeim skipunarbréf þar sem skilgreint er verkefni  þeirra.

8. grein. Tillaga að lagabreytingu.

Fastar nefndir skulu vera: Skemmtinefnd og ferðanefnd.

Þær skulu starfa í tvö ár í senn. Tveir nefndarmenn fara úr nefnd í einu.  (Breytt á aðalfundi 2014) 
Aðalfundur eða stjórn félagsins geta skipað aðrar nefndir til ákveðinna verkefna tímabundið eins og siðanefnd sem sér um að framfylgja siðareglum og taka á málum er varða velferð hins almenna félagsmanns.
Stjórn félagsins skal afhenda þeim skipunarbréf þar sem skilgreint er verkefni  þeirra.

11. grein
Starfssvið stjórnar og nefnda:
a)   Formaður er fulltrúi og ábyrgðarmaður félagsins út á við.
Formaður undirritar bréf í nafni félagsins, hafi ekki öðrum verið gefið umboð til þess. Formaður boðar fundi félagsins, stýrir stjórnarfundunum og semur fyrir þá dagskrá. Formanni er heimilt að skipa fundarstjóra á fundum félagsins enda ber hann ábyrgð á fundarstjórn. Formaður hefur eftirlit með starfsemi félagsins og hann hefur eftirlit með því að fylgt sé lögum þess og samþykktum í öllum greinum. Stjórn ber sameiginlega ábyrgð á félagskrá. Stjórn sér um innheimtu félagsgjalda.
b)   Varaformaður gegnir störfum formannsins í forföllum hans.
c)   Ritari annast bókanir fundargerðar í fundargerðarbók. Skal þar getið þeirra mála er fram koma á hverjum fundi og niðurstöður þeirra. Skylt er að bóka nöfn ræðumanna og afstöðu þeirra til viðkomandi mála. Ekki er heimilt að neita mönnum um bókanir á fundum félagsins. Heimilt er að hljóðrita það sem fram kemur á fundunum enda liggi fyrir samþykki fundarins. Ritari ber ábyrgð á að fært sé af hljóðsnældu i fundarbók að fundi loknum. Stjórnarmenn skulu skrifa nöfn sín undir fundargerð.
d)   Vararitari gegnir sömu störfum og ritari í forföllum hans og aðstoðar ritara sé þess óskað.
e)   Gjaldkeri hefur yfirumsjón með öllum fjárreiðum félagsins og skili stjórn yfirliti um fjárreiður þess sé þess óskað. Bókanir skulu ávalt vera til í fundargerðarbók fyrir útgerðum félagsins.
f)  Meirihluti stjórnar skuldbindur félagið. Heimilt er stjórn félagsins að veita gjaldkera þess prókúru á reikninga félagsins.

11. grein. Tillaga að lagabreytingu.

Starfssvið stjórnar og nefnda:

a) Formaður er fulltrúi og ábyrgðarmaður félagsins út á við.
Formaður undirritar bréf í nafni félagsins, hafi ekki öðrum verið gefið umboð til þess. Formaður boðar fundi félagsins, stýrir stjórnarfundunum og semur fyrir þá dagskrá. Formanni er heimilt að skipa fundarstjóra á fundum félagsins enda ber hann ábyrgð á fundarstjórn. Formaður hefur eftirlit með starfsemi félagsins og hann hefur eftirlit með því að fylgt sé lögum þess og samþykktum í öllum greinum. Formaður hefur fullan skoðunaraðgang að bankareikningum og bókhaldi félagsins. Stjórn ber sameiginlega ábyrgð á félagskrá. Stjórn sér um innheimtu félagsgjalda.

b)   Varaformaður gegnir störfum formannsins í forföllum hans.
c)   Ritari annast bókanir fundargerðar í fundargerðarbók. Skal þar getið þeirra mála er fram koma á hverjum fundi og niðurstöður þeirra. Skylt er að bóka nöfn ræðumanna og afstöðu þeirra til viðkomandi mála. Ekki er heimilt að neita mönnum um bókanir á fundum félagsins. Heimilt er að hljóðrita það sem fram kemur á fundunum enda liggi fyrir samþykki fundarins. )Ritari ber ábyrgð á að fært sé af hljóðsnældu i fundarbók að fundi loknum.  (sleppa) Stjórnarmenn skulu skrifa nöfn sín undir fundargerð.

15. grein Tillaga að lagabreytingu.
Skrifstofa félagsins, fréttabréf:

Stjórn félagsins rekur skrifstofu og annast daglegan rekstur félagsin.  Opnunartími skal vera eftir þörfum að mati stjórnar.Fréttabréf félagsins skulu gefin úr eftir þörfum að mati stjórnar.

15. grein.

Skrifstofa félagsins, fréttabréf:
Stjórn félagsins rekur skrifstofu og annast daglegan rekstur félagsins.  Opnunartími skal vera eftir þörfum að mati stjórnar. Fréttatilkynningar og upplýsingar eru birtar á samfélagsmiðlum og á heimasíðu félagsins til félagsmanna eftir þörfum að mati stjórnar.

Vonumst til að sjá sem flesta á aðalfundi, léttar veitingar í boði eftir fund. 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *