Afmælisárshátíð Félags húsbílaeigenda laugardaginn 26.ágúst 2023 í Garði

Kl. 19:00 húsið opnað með fordrykk og gjöf til gesta frá félaginu.

Kl. 19:30 formaður setur afmælishátíðina og bíður veislustjóra kvöldsins velkomna.

Hátíðarkvöldverður, á matseðli eru girnilegir réttir frá Soho veisluþjónustu í Keflavík.

Forréttir

Asískur núðluréttur með kjúkling og rækjum.

Heitreyktur sinnepssmurður lax á arabísku cous cous salati.

Djúpsteiktar rækjur í orlý með sweet chili.

Humarsúpa í staupum.

Brouschetta með humar og chili majo.

Brouschetta með bökuðum tómötum og mozzarella.

Blandað garðsalat með dressingum.

Heimabakað blandað brauð með rauðu pesto og smjöri.

Aðalréttir

Salvíu, sinnep og appelsínu marineruð kalkúnabringa.

Kryddjurta marinerað hægeldað lambalæri bérnaise.

Hægeldað ribaye.

Meðlæti

Hunangs- engifer og rósmarín gljáðar gulrætur.

Kartöflugratín í hvítlauksrjóma.

Rótar- og grill grænmeti með sætum kartöflum og smælki.

Amerísk brauð.

Sellerí og pekan fylling.

Bérnaise, villisveppasósa og rauðvínssósa.

Eftirréttur

Írsk kaffi mús.

Veislustjórar eru þeir Davíð Ólafsson og Stefán Íslandi, þeir munu ásamt Helga Má Hannessyni píanóleikara, kitla hláturtaugar okkar með söng og glensi fram að dansleik. Inn í þeirri dagskrá mun skemmtinefndin okkar afhenda Gedduverðlaun ársins.

Að loknu borðhaldi og skemmtun tekur Hljómsveitin Súrt og sætt við og mun sjá til þess að allir streymi út á gólfið í dúndrandi stuði.

Þau sem mættu í Hvítasunnuferðina muna eflaust eftir fjörinu þar, þetta er sama hljómsveit.

Aðgangseyrir er kr. 11.500 fyrir félaga, heimilt er að bjóða með sér gestum utan félags, gestir greiða kr. 15.000.

Innifalið í aðgangseyri eru frí bílastæði alla helgina og afmælisárshátíð félagsins.

Fólk mætir með sitt eigið vín, engin bar verður á staðnum.

Félögum er heimilt að mæta á svæðið eftir kl. 17.00 á föstudeginum.

Bílastæði verða merkt, við munum auglýsa hér hvernig það fyrirkomulag verður, þegar nær dregur.

Vinsamlegast millifærið sem allra fyrst inn á reikning félagsins, hafið félagsnúmer með sem skýringu, eða sendið tölvupóst með félagsnúmeri til gjaldkera, netfang hennar er sibbaein@gmail.com.

Ath! Mjög mikilvægt:

Sendið einnig staðfestingu með félagsnúmeri á husbill@husbill.is þau sem þegar hafa skráð sig þar, þurfa ekki að gera það aftur!

Skráningu lýkur á miðnætti þriðjudaginn 22. ágúst.

Reikningsnúmer félagsins er: 0143-26-200073 kt. 681290-1099

Gleðilega hátíð ???

View insights

122 post reach

All reactions:

22Hjordis Sigurdardottir, Anna Pálína Magnúsdóttir og 20 til viðbótar

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *