Ágætu félagar, nú vantar fólk í stjórn og nefndir félagsins, í stjórn vantar fjóra aðila. Í ferðanefnd vantar tvo aðila og í skemmtinefndina vantar tvenn hjón. Ég hvet ykkur ágætu félagar að gefa kost á ykkur til starfa í félaginu. Það er gaman að spreyta sig á nýjum verkefnum og um leið að hafa áhrif á að gera gott félag enn betra. Endilega hafið samband við Soffíu formann í síma 896-5057 eða með tölvupósti husbill@husbill.is
Allar ábendingar eru vel þegnar. Koma svo gott fólk.
Með bestu kveðju, Soffía G. Ólafsdóttir, formaður