Áramótakveðja

Kæru félagar, gleðilegt ár og megi nýja árið verða okkur öllum gott ferðaár.

Nú er  nýtt ár 2012 runnið upp með nýjum væntingum og þrám. Daginn er tekið að lengja smátt og smátt og fyrr en varir verður komið vor. Ég vona að þið hafið  öll notið jólanna sem best og áramótanna. Nú fer í hönd vinna hjá Stjórn og nefndum fyrir komandi sumar og ferðanend hefur nú þegar sett dagsetningar á ferðir sumarsins, sem við birtum hér með þessum pistli.


Vinna að félagatalinu er  að byrja  s.s. að safna auglýsingum og athuga hvaða efni skal vera í félagatalinu og væri gott að fá ábendingar frá ykkur félagar góðir hvað ykkur finnst þurfa að vera í félagatalinu endilega hafið samband við formann félagsins Soffíu með tölvupósti husbill@husbill.is eða í síma 896-5057  og svo vil ég biðja ykkur um að auglýsa félagatalið til þeirra sem þurfa að auglýsa sína þjónustu, félagatalið er mjög góður auglýsingamiðill  hafið augun opin fyrir nýjum auglýsendum og látið okkur í stjórn vita.
Félagsgjald fyrir árið 2012 er 4.000,– kr. þið getið lagt beint inn á reikning félagsins 0542-26-276 kt. 681290-1099, gjaldið þarf að greiða fyrir 1.maí n.k. ef ekki hefur verið greitt fyrir þennan tíma þá missir félagsmaður sitt númer og er felldur af skrá. Þeir sem ekki hafa greitt inn á reikning félagsins fyrir 1. mars fá senda gíróseðla og bætist við gjaldið þá 350,–kr. sem er kostnaður bankans. 
Dagsetningar á ferðir félagsins  2012 eru sem hér segir:
3. mars Óvissuferð
24. mars Ferðafundur, verið að skoða með sal á Selfossi.
5. maí Skoðunardagur—Frumherji
11. – 13. maí Helgarferð?
25. – 28. maí Hvítasunnan
15. – 17. júní Helgarferð?
14. – 22. júlí Stóra-ferð?
17. – 19. ágúst Helgarferð?
7. – 9. sept. Helgarferð?
28. – 30. sept. Lokaferð-árshátíð.
Í október verður svo aðalfundurinn en það er ekki búið að ákveða dagsetningu og stað á hann.
Nú er um að gera að setja þetta inn á dagatalið sitt og miða fríin sín við ferðir félagsins, vonandi gengur það allt eftir hjá ykkur, svo á ferðafundinum kemur fram á hvaða staði verður farið.
Með bestu kveðju, f.h. stjórnar og nefnda
Soffía G. Ólafsdóttir, formaður.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *