Munið að greiða félagsgjöldin

Kæru félagar.Við framlengjum frestinn  til að greiða félagsgjaldið beint inn á reikning félagsins til 1.apríl n.k. því er um að gera að greiða félagsgjaldið sem er 4.000,–kr. inn á reikning félagsins 0542-26-276  kt. 681290-1099, látið koma fram kennitölu þess sem greiðir og ef þið getið, félagsnúmer bíls.
Eftir 1. apírl n.k. munum við senda út gíróseðla og þá bætist við 350,–kr. innheimtukostnaður sem er bankakostnaður. Félagsgjaldið 2012 þarf að vera  búið að greiða fyrir 1. maí skv. nýju lögunum sem samþykkt voru á síðasta Aðalfundi, ef félagi hefur ekki greitt fyrir þann tíma getur hann misst númerið sitt.
Við minnum á ferðafundinn sem verður laugardaginn 24. mars n.k. í Félagsheimili Karlakórs Selfoss, að Eyravegi 67,  2h.(Karlakórshúsinu) Þeir sem hafa hug á því að koma á húsbílunum mega gista á gamla flugvellinum, en  gamli flugvöllurinn handan götunnar rétt neðan við fundarstaðinn.
Félagatalið 2012  ásamt félags-og afsláttarskírteinunum, verður afhent á ferðafundinum eftir fund, (meðan kaffið er)  þeim sem hafa greitt félagsgjaldið fyrir ferðafundinn 24.mars n.k.
Vonandi fjölmennið þið á ferðafundinn, það verður spennandi að sjá hvert á að fara í sumar.Þar sem ekki verður sent út fréttabréf til þeirra sem hafa ekki netföng,  viljum við biðja ykkur að láta félaga ykkar og vini sem þið vitið að eru ekki tölvuvæddir, segja þeim frá ferðafundinum. 
Með bestu kveðju f.h. stjórnar, ferða-og skemmtinefndar, Soffía G. Ólafsdóttir, formaður Félags húsbílaeigenda

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *