Félagatalið og Félagsskírteinin

Félagatalið, ásamt félags-og afsláttarskírteinum eru tilbúin, og hafa þeir sem þegar hafa greitt félagsgjald 2012 fengið sendingu frá félaginu. Þeim sem enn eiga eftir að greiða er bent á að gíróseðlar hafa borist til þeirra og einnig er krafan komin í netbanka  þeirra

 sem eru með netbanka.
Vakin skal athygli á því að það þarf að vera búið að greiða félagsgjaldið fyrir 1. maí n.k. en þetta breyttist á síðasta aðalfundi og var samþykkt af öllum fundarmönnum. Ef félagi hefur ekki greitt árgjaldið 1. maí á hann á hættu að missa númer sitt og falla af skrá. Því er um að gera að greiða sem fyrst ágætu félagar.

Það er ekki langt í fyrstu samveruna en það er Skoðunardagurinn 5. maí n.k. hjá Frumherja á Hesthálsi, 6-8 Reykjavík. Okkur er boðið að dvelja á planinu hjá þeim  föstudagskvöldið og þeir sem dvelja á planinu er boðið í morgunmat kl. 8.00 og skoðunin hefst kl. 9.00,  kaffi og vínarbraut um kl. 10.00 og endað um hádegi með grilluðum pylsum en skoðað verður meðan þörf er á.  Boðsbréf frá Frumherja mun berast öllum félögum fljótlega eftir páska, skoðunargjald fyrir húsbílinn er 5.500 kr. óháð stærð bíls, munið að hafa með ykkur félags,- og afsláttarskírteinið 2012 en það þarf að sýna það við skoðun bílsins, sama hvar er á landinu.
Hittumst svo hress á skoðunardaginn og í ferðum félagsins í sumar.
Gleðilega páska, og njótið hvar sem þið eruð stödd.
F.h. stjórnar, ferða-og skemmtinefndar
Soffía G. Ólafsdóttir, formaður.
\"\"

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *