Styttist í skoðunardaginn

Ágætu félagar.
Nú eru ekki nema 9 dagar þar til Skoðunardagurinn hjá Frumherja Hesthálsi 6-8
 rennur upp og við vonumst til  að við sjá  ykkur sem flest þar.
Eins og hefur
komið fram í fréttabréfum þá er okkur boðið að gista á planinu hjá Frumherja á
föstudagskvöldinu (laugardagsnóttina) og þeim sem gista á planinu er boðið í
morgunverð kl. 8.00 á laugardagsmorgun.Um kl. 10.00
bjóða Frumherjastarfsmenn svo upp á rjúkanid heitt kaffi og vínarbrauð og þegar
nær dregur hádegi upp á grillaðar pylsur og gos. 
Skoðun hefst
kl. 9.00 og  er áætlað að ljúki um kl. 14.00, lengur ef þarf. Skoðunin kostar
5.500 kr. óháð stærð bíls. Ég vil biðja þá
sem ætla að gista á planinu hjá Frumherja á föstudagskvöldinu að senda
skráningu á husbill@husbill.is eða í síma 896-5057, svo við höfum einhverja tölu fyrir
Frumherjastarfsmenn.
Bestu kveðjur, Soffía

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *