N.k. laugardag
5. maí er skoðunardagur Félags húsbílaeigenda hjá Frumherja
Hesthálsi 6-8 í Reykjavík. Félagar sem eru í Flökkurunum, og búa hér á
Stór-Reykjavíkursvæðinu, er velkomið að koma með húsbílinn sinn í skoðun
og gleðjast með okkur, skoðun hefst kl. 09.00. Okkur er líka boðið
að gista á planinu hjá Frumherja á föstudagskvöldinu (laugardagsnóttina)
endilega fjölmennið.
Á Akureyri eru
Flakkararnir með sinn skoðunardag í samvinnu við Frumherja,
einnig 5.maí og eru okkar félagar sem búa fyrir norðan velkomnir með
húsbílinn sinn í skoðun þangað, og svo er Skoðunardagur á
Sauðárkróki og Fellabæ 12. maí í samvinnu við Frumherja, og eru félagar okkar
sem búa á þessum stöðum eða í nágrenni velkomnir með húsbílinn sinn í skoðun
þangað, allt eftir því hvað hentar hverjum og einum. Boðið er upp á
pylsur og gos og haft gaman saman. Skoðað er fyrir norðan frá kl. 10.00-14.00.
Skoðunarverð á
húsbílum er 5.500 kr. óháð stærð bíls , tilboðið gildir til 27. júní n.k.20% afsláttur
af skoðunarverði á heimilisbílnum og gildir það allt árið.ATH. Afsláttur
er einungis veittur gegn framvísun félagsskírteinis 2012.