Nú styttist í Stóru ferðina!

Kæru félagar, nú tel ég að flestir séu á faraldsfæti, vítt og breitt um okkar fallega land, sjálf er ég á Akureyri þessa stundina á N1 knattspyrnumótinu í bongóblíðu á tjaldstæðinu við Þórunnarstræti, bara gleði og gaman.

Nú er bara vika í Stóru ferðina okkar á Vestfirðina og vonumst við í stjórn og nefndum að sjá ykkur sem flest í þessari ferð en Vestfirðirnir hafa upp á svo margt að bjóða og fegurðin er þar mikil og svei mér þá að það hvíslaði að mér lítill fugl að veðrið yrði bara gott. 

Ég vil byrja á því að minna ykkur á að Orkan er að bjóða félögum í Félagi húsbílaeigenda- 10 kr. afslátt af bensínverði einmitt þessa viku  sem við erum í Stóru-ferðinni á öllum Orkustöðvum sínum,  endilega náið ykkur í lykil ef þið eruð ekki þegar komin með hann, sjá: orkan.is  (ef þið hafið áhuga)


 
Ferðin byrjar á Hólmavík og veit ég um marga sem ætla að vera komnir þangað á föstudagskvöldinu en ferðin verður sett formlega á tjaldstæðinu á Hólmavík  kl. 21.00 á laugardeginum 14.júlí og lýkur á laugardeginum 21.júlí  með sameiginlegri máltíð í félagsheimilinu á Bolungarvík og dansleik sem stendur fram til kl. 02.30 
Félagar borga sjálfir fyrir sig á Hólmavík og Dalbæ (á Dallbæ er útilegukortið) Frá mánudegi 16.júlí til loka ferðarinnar 21.júlí  er gjaldið 6.000 kr. pr.félagsmann, gestir greiða 7.500 pr. mann , ef einhver vill koma inn í ferðina á mmiðvikudegi greiðir félagsmaður 4.000,-pr. mann. Gestir 5.000,- pr.mann ef einhver kemur á föstudegi þá greiða félagsmenn 3.000,- pr. mann gestir 4.000,-  kr. pr.mann   Dagskráin fyrir alla vikuna er í fréttabréfinu sem sent var til allra félaga í júní s.l.  og sést þar hvað er innifalið í verðinu.
Ferðanefnd mun afhenda öllum poka með upplýsingabæklingum um  Vestfirði og einnig er Leiðarlýsing sem við höfum tekið saman, um þá staði sem við komum á í þessari viku, endilega skoðið bæklingana vel og þar fáið þið gott innsýn um áhugaverða staði.
Einnig getið þið farið inn á  vestfirdir.is
 Vestfjarðavefurinn er sannkölluð fróðleiksnáma um Vestfjarðakjálkann, bæði sögustaði og náttúruperlur. Þeir sem eru að leita að fróðleik um svæðið eru á réttum stað og einnig þeir sem hyggja á ferðalag um Vestfirði og vilja undirbúa sig vel áður en haldið er af stað. Hér er fjallað um söguslóðir og kirkjustaði, þéttbýlisstaði og sveitarfélög, náttúru og útivist, firði og fjöll. 
Við viljum benda ykkur á Vinaleikinn sem er nýjung og hvetjum ykkur til að taka þátt, þetta verður bara skemmtileg nýbreytni og hristir okkur vel saman.
Eða eins og stendur í bókinni “ Vel mælt” Eigirðu vin máttu auðugan þig telja.
Það er hægt að koma inn í ferðina hvenær sem er, þið hafið bara samband við ferðanefndina með það.  
Látum fylgja hér með Dagskrá fyrir STÓRU-FERÐINA
Föstudagur 13.júlí: Hattadagur
Félagsmenn safnast saman á tjaldstæðinu á Hólmavík.
Laugardagur 14.júlí (dagur 1)  
Kl. 21:00
Hólmavík tjaldstæði – Fomaður setur ferðina og ferðatilhögun kynnt
Þarna hefst  vinavikan góða.  Ferðanefnd dreifir miðunum., og sungin nokkur lög ef veður leyfir og spilarar finnast á staðnum.
Sunnudagur 15. júlí (dagur 2)    Hólmavík – Dalbær  ca 87,55 km  Frjáls brottfarartími.
Fólki gefst kostur á að fara í safn Engilberts frá Tyrðilsmýri, sem er næsti bær við Dalbæ.
Og í boði er að skoða kirkjuna í Unaðsdal.
Mánudagur 16. júlí (dagur 3)    Dalbær – Heydalur  ca 101,83 km
Kl 21.00
Útibingó ef veður leyfir. 
Þriðjudagur 17. júlí (dagur 4) Heydalur – Súðavík ca 114,77 km
Kl. 20:30
Göngutúr í fylgd heimamanns um bæinn og endum á Melrakkapöbbnum á staðnum.
Miðvikudagur 18. júlí (dagur 5) Súðavík – Ísafjörður ca 20,86 km   20:30 Kubbur ef aðstaða er fyrir slíkt.
Fimmtudagur 19. júlí (dagur 6) Ísafjörður – Þeir sem vilja geta farið út í Vigur eða til Hesteyrar, ráðlagt að skrá sig sem fyrst.
Kl 20:30
Ratleikur,  síðan pöbbarölt ef vill.
Föstudagur 20. júlí (dagur 7) Hattadagur    Ísafjörður – Bolungarvík ca. 13,16 km
Kl. 21:00
Vinaviku lýkur, þátttakendur mæti upp í hús og hitta vini sína.
Fjöldasöngur á eftir ef finnast spilarar, annars settur diskur undir geislann.
Laugardagur 21. júlí (dagur 8)       Bolungarvík
Gátum skilað í þar til gerðann kassa í andyri Félagsheimilisins í Bolungarvík fyrir kl. 13.00
Kl. 13.00 – Félagsvist, bridge
Kl. 14.30 – Stillt upp fyrir markað 
Kl. 15:00 – Útimarkaður ef veður leyfir, Húsbílarnir opnir hjá þeim sem vilja sýna bílana sína..
Kl. 19:00 – Lokahóf  byrjar með  kvöldverði veislustjóri Ólafur Kristjánsson
Kl. 22:00-02:30 – Dansleikur Hljómsveitin Express leikur fyrir dansi.
Þema kvöldins: Hattar / húfur og annar höfuðbúnaður.  
Dómnefnd og verðlaun fyrir flottasta hattinn.
Sunnudagur 22. júlí 2012
Stóru ferð lokið, takk fyrir samveruna og góða ferð heim.
Kæru félagar, hittumst hress í Stóruferðinni
F.h. Stjórnar, ferða- og skemmtinefndar
Soffía G. Ólafsdóttir, formaður


Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *