Nýr netstjóri

Jæja þá er komið að mannaskiptum í netumsjóninni. Eins og þið hafið eflaust tekið eftir hefur síðunni verið minna sinnt að undanförnu en oft áður og stafar það einfaldlega af algerum tímaskorti. Ég hafði lofað Soffíu að vera með henni fram að næsta aðalfundi, en nú hefur nýr netstjóri fundist og var hann viljugur til að taka við strax. Undirritaður því afar þakklátur, því honum hefur frekar leiðst að geta ekki sinnt þessu sómasamlega:-) 

Því býð ég nýjan netstjóra, Berg Haukdal,  velkominn í nýju stöðuna og óska honum velfarnaðar í leik og starfi.

Netfang nýs netstjóra verður hið sama og fyrr: netstjori@husbill.is

Þau ykkar sem þurfið hinsvegar að ná í mig getið t.d sent e-mail á: steinigunn@gmail.com Beztu ferðakveðjur og óskir um að við sjáumst sem fyrst!Steini og Helga á(alltof lítið hreyfðu) Viðhaldinu:-)

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *