Breyting á árshátíðarferð

 Lokaferð/Árshátíð
28.-30.sept. Þessi ferð átti að vera í Offisera-klúbbinn að Ásbrú en það verður ekki,  venga þess
að ekki náðist samkomulag um verð o.fl. þessa helgi, en við verðum  í Hjálmakletti Menntaskólanum
í Borgarnesi.  Dagskrá fyrir þessa
helgi mun koma inn á heimasíðuna þegar hún verður tilbúin vonandi fljótlega en
á föstudagskvöldinu komum við saman í Hjálmakletti og skemmtum okkur saman og á
laugardeginum verður m.a. félgsvist. 
Verð fyrir félagsmann er kr. 5.000,– kr. pr. mann, 18.ára
og eldri , fyrir gesti pr. mann 7.000.—kr. 18.ára og eldri Fordrykkur verður í boði félagsins er húsið opnar kl. 19.00 Hátíðarkvöldverður,
skemmtiatriði, hljómsveitin Hafrót sér svo um dansmúsíkina fram á nótt.
Veislustjórar verða Daði og  Elín nr. 39 Vinsamlegast skráið ykkur sem fyrst hjá Soffíu formanni í síma 896-5057 eða með
tölvupósti husbill@husbill.is. Í fyrra
voru 200 manns munum við toppa það þetta árið? Er það ekki??. Endilega látið þetta berast með nýjann stað 28.-30.sept. Fréttabréf mun verða sent út næstu daga verið að leggja síðustu hönd á það. Munið næstu ferð í Brautartungu 7.-9.sept. Sjáumst hress í tveimur síðustu ferðunum. F.h. stjórnar, ferða-og skemmtinefndarSoffía

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *