Lokaferð/Árshátíð 28.-30.sept. 2012
Eins og auglýst hefur verið, verður Lokaferðin/Árshátíðin í sal Menntaskólans í Borgarnesi, Hjálmakletti, helgina 28.-30.sept. n.k. Dagskráin fyrir þessa helgi liggur ekki endalega fyrir en mun verða sett á heimasíðuna okkar í byrjun 39.viku ársins. En það sem ég veit núna er að við komum saman í sal menntaskólans á föstudagskvöld útsvarsþátturinn verður, úrslitakeppni milli Stjórnar og Rauðu sóknarinnar,við tökum lagið saman, hafið með ykkur söngbækurnar og æfum danssporin fyrir laugardagskvöldið.Eftir hádegi á laugardag verður félagsvist, við spreytum okkur á nafnagátum og svo verða verðlaun fyrir spilavistina, nafnagáturnar, og dregið verður úr númerum þeirra bíla sem mæta í þessa ferð. En þið sem ætlið að koma á árshátíðina þurfið að fara að skrá ykkur og við þurfum að gefa veitingamanninum upp tölu þriðjudaginn 25.sept. n.k. þess vegna er gott að þið verðið tímalega í því að skrá ykkur. Þið getið sent tölvupóst á husbill@husbill.is, eða hringt í 896-5057 (Soffía), við biðjum svo fólk að leggja inn á reikning félagsins 0542-26-276 kt. 681290-1099 en það kostar 5.000kr. pr. félagsmann, ef þið bjóðið með ykkur þá kostar 7.000 kr. pr. gest, látið koma fram kennitölu ykkar. Hljómsveitin Hafrót sér um dansleikinn, það verða góð skemmtiatriði og veislustjórar verða félagar okkar þau Elín og Daði nr. 39.Húsið opnar kl. 19.00 á laugardagskvöldinu með fordrykk sem félagið býður upp á. Veislumaturinn kemur frá veitingastaðnum Galito á Akranesi, matseðillinn fylgir hérmeð.
Hlaðborð:ForréttirGrafinn lax með dillsósu2 tegundir af maukiNautacarpaccio með ristuðum furuhnetumAndarsalat með dvergappelsínum og svörtu sesamToscanamarineruð kjúklingaspjótFerskt salatBrauð og pestóAðalréttirKryddjurtamarinerað lambalæriHunangsgljáð KalkúnabringaMeðalætiOfnbakaðir kartöflubátarRistað grænmetiVillisveppasósaKaffi og konfekt á eftir.
Ágætu félagar við í stjórn og nefndum vonumst til að þið fjölmennið þesa helgi í Borgarnes og við eigum saman skemmtilega helgi.F.h. Stjórnar, ferða-og skemmtinefndar Soffía G. Ólafsdóttir, formaður