Aðalfundur félagsins verður haldinn í Samkomuhúsinu Sandgerði laugardaginn 13.okt. n.k. kl. 14.00.

Dagskrá aðalfundar:  1)  Formaður setur fundinn og gerir tillögu um fundarstjóra. 2) Fundarstjóri gerir tillögu um fundarritara og kynnir dagskrá fundarins.3) Formaður flytur skýrslu stjórnar.4) Gjaldkeri leggur fram og skýrir reikninga félagsins. 5) Umræður um skýrslu formanns og reikninga félagsins 6) Ákvörðun félagsgjalda.7. Lagabreytingar.8. Kosningar í stjórn og nefndir.9. Önnur mál
Úr fréttabréfinu Ágúst 2012 sem sent var á alla félagsmenn í
tölvupósti til þeirra sem eru með tölvupóst og hinir fengu fréttabréfið í
pósti.
Í ár eru fjögur ár síðan ég
tók við formennsku í félaginu þetta hafa verið skemmtileg ár og lærdómsrík
fyrir mig, ég hef starfað með fjöldann allan af frábæru fólki sem hefur verið
tilbúið að gefa af sér í þágu okkar félags og það ber að þakka. Ég hef tekið þá
ákvörðun að gefa kost á mér í næstu tvö ár ef ég fæ til þess  umboð frá
ykkur. Þau sem geta farið úr stjórninni núna þau Ragna nr. 202, Páll nr. 377 og
Hlíðar nr. 2 gefa einnig kost á sér til næstu tveggja ára fái þau ykkar umboð
til þess.
Ferðanefnd sem nú skipa þau
Anna M. nr. 165, Árni nr. 65, Ásgeir nr. 712  og Hrafnhildur nr. 698
 eru tilbúin að vera áfram næsta árið, fái þau umboð ykkar.
Skemmtinefndin er
 skipuð núna þeim   , Sólborg nr. 16,  Rebekka nr.
791  og Sigurbjörg nr. 377
Sólborg og Rebekka hafa
ákveðið að hverfa úr skemmtinefndinni núna,  en Sigurbjörg nr. 377 gefur
kost á sér áfram,  einnig gefa kost á sér Tryggvi  nr. 40 og hjónin
Gyða og Jóhannes nr. 591  ef þið veitið þeim umboð ykkar.
Skoðunarmenn þau Erla nr.
568, Hjördís nr. 337  og Björn nr. 10 þau gefa öll kost á sér aftur ef þið
veitið þeim ykkar umboð.
Þessir aðilar sem að framan
greinir hafa haft samband við formann og gefið kost á sér en ef það eru fleiri
sem vilja taka þátt í stjórn og nefndum þá endilega hafið samband við formann
félagsins Soffíu og skráið ykkur og takið fram hvort þið viljið fara í stjórn,
ferða-eða skemmtinefnd, eða endurskoðun  og á aðalfundinum verður þá kosið
á milli manna/kvenna. Það er gaman að taka þátt í starfi félagsins, lærdómsríkt
og gefandi og maður kynnist svo vel félögunum.
Við viljum biðja alla þá
sem koma á aðalfundinn að sýna gilt félagsskírteini 2012 við
innganginn.
Að loknum aðalfundi verða
kaffiveitingar í boði félagsins.
F.h. Stjórnar, ferða-og
skemmtinefndar
Soffía G. Ólafsdóttir,
formaður.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *