Komið öll
blessuð og sæl.
Afmælisnefndin
hefur nú ákveðið hvar afmælið skal haldið og hvenær, það verður helgina
23.-25.ágúst, á föstudeginum verðum við út á Garðskaga og gerum eitthvað
skemmtilegt þar saman og á laugardaginn 24.ágúst verður svo
afmælishátíðin í Íþróttahúsinunu í Garði.
(og þá
verðum við fyrir utan íþróttahúsið og á skólalóðinni sem er rétt við
íþróttahúsið, nóg pláss).
Þetta
verður vegleg og flott skemmtun og nú er afmælisnefndin að huga að skemmtidagskrá
sem verður mjög vegleg. Stjórnin
ákvað á fundi sínum í gær að þeir sem mæta í afmælið fá gjöf frá félaginu og
verður hún sett við disk hvers og eins.
Ágætu
félagar, nú getið þið tekið þessa helgi strax frá og vonandi mæta sem flestir,
við erum að vona að það verði 300-400+ bílar sem fjölmenni á
afmælishátíðina og njóti þessara ánægjulegra tímamóta saman.
Þeir hjá Íþróttamiðstöðinni í Garði eru tilbúnir
að taka á móti félögum í Félagi húsbílaeigenda á 30 ára afmælishátíð
félagsins á næsta ári, Björgunarsveitin Ægir og knattspyrnufélagið Víðir hafa
öðlast góða reynslu af að halda slíka hátíð í húsinu og Axel Jónsson
matreiðslumaður hefur séð um veitingar af mikilli snilld þar sem allt gengur
vel og skipulega fyrir sig og alltaf verið nægur matur.
Aðstaðan
í húsinu er mjög góð, rúmt um alla og séð til þess að gott hljóðkerfi
verði til staðar og góð sýn á sviðið, við húsið er gott pláss fyrir húsbíla og
væntanlega verður komið nýtt tjaldstæði við hlið íþróttamiðstöðvarinnar á
þessum tíma. íþróttamiðstöðin býður upp á frítt í sund og að allir sem vilja
komast í sturtu og hafi aðgang að þeim.
Matseðill
samanstendur af forrétt sem yrði borinn fram, aðalréttur á hlaðborði,
Lambafille með tilheyrandi og kalkúnn, kaffi og konfekt.
Gert
er ráð fyrir að fólkið geti komið með drykki með sér, en einnig verði boðið upp
á kaup á drykkjum.
Látum
fylgja með nokkrar myndir frá uppstillingu í salnum.
Með kærri
kveðju afmælisnefndin
Daði og
Elín nr. 39Dói og
Fríða nr. 37Soffía nr.
24