Dagsetningar ferða 2013

Ágætu félagsmenn, nú er daginn tekið að lengja og mikið erum við farin að hlakka til sumarsins. Stjórn og nefndir funduðu í gær, laugardag 26.jan., og var farið yfir dagskrá sumarsins í stórum dráttum. Félagatalið og afmælisblaðið.Þessa dagana er verið að vinna á fullu í félagatalinu og afmælisblaðinu og er leitað víða fanga um auglýsingar og ef þið félagar góðir vitið um einhverja sem vilja auglýsa hjá okkur endilega látið okkur vita. Við vonumst til að geta afhent félagatalið og afmælisblaðið á ferðafundinum 16. mars n.k. til allra þeirra sem þá þegar hafa greitt félagsgjaldið. Við viljum minna ykkur á félagsgjaldið 2013.Nú er komið að því að greiða hið árlega félagsgjald sem er 5.000,–kr. inn á reikning félagsins 0542-26-276 kt. 681290-1099, látið koma fram kennitölu þess sem greiðir og ef þið getið, nr. bíls.Eftir 11. mars n.k. munum við senda út gíróseðla og þá bætist við 350,–kr. innheimtukostnaður sem er bankakostnaður.Félagsgjaldið 2013 þarf að vera búið að greiða fyrir 1. maí n.k. ef félagi hefur ekki greitt fyrir þann tíma getur hann misst númerið sitt. Dagsetningar á ferðum félagsins sumarið 2013 23.feb. Góugleði félagsins í félagsheimili Fáks Víðidal. Húsið opnar kl. 21.00 og dansleikur byrjar kl. 22.00 til 02.00 hljómsveitin “Bara tveir“ leika fyrir dansi, aðgangseyrir 1.500 kr. pr.mann.
Það er gott plan við Fáksheimilið og tilvalið fyrir þá sem vilja koma á húsbílum að gera það. 16.mars Ferðafundur byrjar kl. 14.00 fundarstaður auglýstur síðar. 3.-5.maí Skoðunardagur hjá Frumherja. 17.-20.maí Hvítasunnuhelgin 14.-17.júní löng helgi 12.-21.júlí Stóra ferðin 16.-18. ágúst helgarferð 23.-25.ágúst Afmælishelgin, hittumst út við Garðskaga á föstudeginum, færum okkur að íþróttahúsinu í Garði á laugardeginum, þar sem afmælishátíðin verður um kvöldið, húsið opnar kl. 19.00 með fordrykk, kvöldverður, skemmtiatriði og dans sem mun standa til 03.00 um nóttina, nánar auglýst síðar, fljótlega förum við að bóka á afmælishátíðina, borðin eru númeruð. 13.-15.sept. Helgarferð, fyrri haustferð. 27.-29.sept. Helgarferð, seinni haustferð. Lokaferð 1.-3. nóv. Hótel Örk, Árshátíð, dagskrá, verð og annað auglýst síðar.Nú getið þið félagar góðir merkt inn á dagatalið ykkar ferðirnar, við vonum að þið komist sem flest í ferðir félagsins í sumar og fjölmennið á afmælishátíðina í ágúst. Sjáumst hress á góugleðinni.F.h. stjórnar, ferða-og skemmtinefndar Félags húsbílaeigendaSoffía G. Ólafsdóttir, formaður.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *