Fréttabréf

Félagar, nú hafa allir, þeir sem eru með netföng, fengið fréttabréfið inn á póstinn sinn, en eitthvað er um að netföng
eru ekki rétt eða dottin út, sendið leiðréttingar á netfang félagsins. Fréttabréfið fer, eftir helgi, í póst til
þeirra sem ekki eru með netföng. Ég var búin að fara lauslega yfir þetta og sýndist það vera um 180 manns en það er heldur meira
eða 280 manns, ég er nokkuð viss um að margir af þeim eru komnir með netföng en hafa ekki tilkynnt það. Vinsamlegast drífið í
því strax.

 

Skoðunardagurinn verður 24.apríl n.k. hjá Frumherja, eins og þið sjáið á blaðinu sem fylgir fréttabréfinu, þetta er
mjög gott tilboð og við gerum þennan dag í sameiningu að skemmtilegum degi og fjölmennum að sjálfsögðu.

Hlakka til að sjá ykkur sem flest í Óvissuferðinni 27. feb. n.k. Eigið öll góða daga og munið BROSIÐ…, Soffía
Ólafsdóttir, formaður

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *