Skoðunardagurinn liðinn

Nú er skoðunardagurinn liðinn, 80 bílar fóru í gegnum skoðunina s.l. laugardag 4.maí hjá Frumherja á Hesthálsi. Starfsfólk Frumherja tók vel á móti okkur með góðum veitingum og í boði þeirra spiluðu Öðlingarnir fjöruga og skemmtilega tónlist. Frumherji býður félögum í Félagi húsbílaeigenda 30% afslátt á skoðun húsbíla félagsmanna gegn framvísun félagsskírteinis 2013, fram til 26. júní n.k. á öllum stöðvum Frumherja vítt og breitt um landið.Einnig veitir Frumherji 20% afslátt af skoðun heimilisbílsins.Takk fyrir góða helgi kæru félagar.Soffía G. Ólafsdóttir, formaður.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *