Ágætu félagar, nú líður senn að Stóru-ferðinni eða eftir aðeins 9 daga, við vonum náttúrlega öll að veðrið fari að skarta sínu fegursta og fari nú að hlýna en það þýðir svo sem ekkert að vera að kvarta við eigum nú svo góð farartæki að það fer ekki illa um mann í þessum eðalvögnum. Við í stjórn og nefndum hlökkum mikið til að hitta alla félagana og vonum að þið fjölmennið.
Sunnudaginn 14. júlí verður farið með rútu inn í Vatnsdalinn og verður Jón Gíslason bóndi á Hofi í Vatnsdal leiðsögumaður, fróður mjög og skemmtilegur það þarf að skrá sig í þessa ferð því við þurfum að vita hvað við þurfum margar rútur en eins og málin eru núna þá verður nóg að taka 1 rútu því það hafa ekki skráð sig nema 30 manns en við getum ekki pantað rútu á síðustu stundu þessi ferð er innifalin í verðinu sem er fyrir félagsmann kr. 7.000,– pr.mann og gestir borga kr. 8.500kr. pr. mann 18.ára og eldri. Eina sem ekki er innifalið það er gistingin á Hvammstanga og Siglufirði en þar er Útilegukortið og flestir okkar félagsmenn eru með það kort hver og einn gerir upp við staðarhaldara á þessum stöðum. Fyrir þá sem eru ekki með Útilegukortið þá er gjaldið 800 kr. pr. mann nóttin. Því vil ég hvetja ykkur sem ætla í ferðina um Vatnsdal að skrá ykkur hið fyrsta.
Verið er að útbúa leiðarvísir sem allir fá afhentann við greiðslu á ferðinni og það er margt forvitnilegt að skoða á þessum slóðum þó svo maður hafi oft farið þessa leið þá getur maður alltaf fundið eitthvað nýtt, og svo er bara svo gaman að vera saman.
Vinaleikurinn byrjar á laugardeginum eftir setningu ferðarinnar og ég hef hlerað að það ætli margir að taka þátt og séu jafnvel búnir að undirbúa sig í vetur og séu enn að, ég held ég þurfi að fara að athuga minn gang, en þetta er ekki flókið, gott knús frá vini sent með öðrum vini, fallegt ljóð, eitthvað gott úr bakaríinu á staðnum sem maður fer um, já einmitt notið hugmyndaflugið.
Dagskráin fylgir hér með fyrir vikuna og eins og þið sjáið er alltaf nóg um að vera og ef þið eruð félagar góðir með eitthvað skemmtiatriði eða eitthvað sem þið viljið koma á framfæri til að skemmta okkur hinum með þá endilega hafið samband við skemmtinefndina og einnig ef börnin vilja gera eitthvað, því maður er manns gaman.
Orkan veitir félagsmönnum sem hafa lykil eða kort frá þeim -12kr. lækkun á eldsneyti frá 12.júlí 21,júlí eða á meðan við erum í Stóru-ferðinni, við þökkum þeim kærlega fyrir velviljann í okkar garð Hittumst hress í Stóru- ferðinni. Stjórn og nefndir.
Dagskrá
Dagskrá Stóra ferðin sem hefst 12 júlí og stendur til og með 21 júlí og er farið um Norðurland vestra
Ferðin hefst formlega á tjaldstæðinu á Hvammstanga.
(HvammstangiÓlafsfjörður ca. 261 km)
Ath. Frjáls brottfaratími er alla ferðina.
Föstudagur 12.júlí: (dagur 1) Hattadagur J
Félagsmenn safnast saman á tjaldstæðinu á Hvammstanga.
Laugardagur 13.júlí (dagur 2)
Hvammstangi tjaldstæði : Kl. 14.00 heimamaðurinn Einar Sigurgeirsson röltir með okkur um Hvammstanga, í lokin komið við í Hlöðunni og er María með tilboð á kaffi og súkkulaðiköku 900,–kr. Formaður setur ferðinakl 21:00 og ferðatilhögun kynnt
Einnig verður dreift miðum með vísnagátum sem skila á í lok ferðar í Ólafsfirði í þar til gerðan kassa sem verður í anddyrinu á íþróttahúsinu, fyrir kl 17.00 á föstudeginum.
Spjöllum, syngjum og skemmtum okkur saman, munið söngbókina góðu
Þarna hefst vinavikan. Systurnar Anna nr. 165 og Ágústa nr. 696 sjá um framkvæmdina
Sunnudagur 14 júlí (dagur 3)
Hvammstangi Húnavellir c.a. 54.km
Frá Húnavöllum kl 14:00 gefst fólki kostur á að fara í rútuferð um Vatnsdalinn Ferðin tekur um 3- 4 klst.
Mánudagur 15. júlí (dagur 4)
Húnavellir Sauðárkrókur ca. 95 km (ef keyrt er um Vatnsskarð)(
Lagt til að komið verði við á Kringlumýri í Skagafirði kl 14:00, þar verður saga Sturlunga sögð og skoðuð. Þar er líka markaður með þæfðum vörum og forngripum. Í Kringlumýri er 5 10 mín akstur frá Varmahlíð.
Spilað útibingó um kvöldið kl. 20:30 á tjaldstæðinu á Sauðárkróki. Á eftir má skoða pöbba bæjarins ef áhugi er fyrir því.
Þriðjudagur 16. júlí (dagur 5)
Sauðárkrókur
Þennan dag ætlum við að skoða verksmiðjur loðskinns á Sauðárkróki sem er mjög forvitnilegt.
Meiningin er að fara tvær ferðir, fyrri kl 11:00 og seinni kl 14:00. Endilega að skrá sig hjá Sibbu í Dalakofanum kvöldið áður.
Áhugasamir geta keyrt út að Grettislaug sem er 12 km út frá Sauðárkrók. Og einnig skoðað Glerhallavík þetta er vík undir hömrum Tindastóls á Reykjaströnd við Skagafjörð. Þurfið að athuga með flóð og fjöru þarna.
Kl. 20:00 göngutúr um bæinn með Brynjari Pálssyni lagt af stað frá tjaldstæðinu .
Miðvikudagur 17 júlí. (dagur 6)
Sauðárkrókur – Siglufjörður ca. 95km
Á leið okkar er merkilegt bílasafn í Stóragerði í Óslandshlíð m.a frá Rocktímabilinu og fleira, hvetjum alla til að koma þar við og skoða og svo er margt á leiðinni sem vert er að skoða (sjá í leiðarvísir)
Um kvöldið verður ratleikur á tjaldstæðinu, betur auglýstur síðar.
Fimmtudagur 18. júlí (dagur 7)
Siglufjörður
Hvetjum fólk til að skoða Síldarminjasafnið, labba upp í Hvanneyrarskál svo eitthvað sé nefnt.
Um kvöldið kl. 08:30 verður labbað um bæinn með Ómari Haukssyni sem segir okkur allt um síldarævintýrið. Að því loknu ætlum við að setjast niður á Rauðku, sem er veitingahús við höfnina. Þangað ætlar hann Sturlaugur (Stulli) að mæta með harmonikkuna og skemmta okkur fram eftir kvöldi. Gætum jafnvel fengið að dansa.
Föstudagur 19 júlí (dagur 8)
Siglufjörður Ólafsfjörður ca. 17.km
Kl . 16:00 spilavist í Íþróttahúsi staðarins. Og bridge fyrir þá sem vilja.
Kl. 17.00 Skila gátublöðum í kassa í anddyri Íþróttahúss Ólafsfjarðar
Um kvöldið kl.21:00 hittast upp í Íþróttahúsi skemmtinefndin biður fólk að mæta með einhver skringileg gleraugu og í skóm sitt á hvoru tagi (gleraugu fást bæði í Tiger og Mega store)
Þarna ætla vinir úr vinaleiknum að hittast og kyssast. Síðan gerum við eitthvað saman. Maður er manns gaman.
Laugardagur 20. júlí (dagur 9)
Ólafsfjörður
Kl. 13:00 15:00 Markaður í félagsheimilinu (hver græi fyrir sig.)
Strax eftir markað allir samtaka nú röðum upp fyrir kvöldið.
Kl. 19:00 lokahóf, sameiginlegur matur og húllumhæ.
Friðfinnur Hauksson frá Siglufirði verður veislustjóri.
Og svo mun dansmúsikin duna frá kl. 10.00 02.00 e.m. og hljómlistamennirnir láta okkur svitna svo um munar
Sunnudagur 21. júlí (dagur 10)
Takk fyrir samveruna kæru félagar og góða ferð heim.
Ég er að átta mig á því að það haldbesta í lífinu er það sem er einfalt og gott