Bílavinaleikur.
Eftir setningu Stóru ferðar er miðum dreift til þeirra sem ætla að taka þátt í leiknum.
Einn miði/einn bíll.
Númer bíls er skráð á miðann og brotinn vel saman (í 4 parta)
Öllum miðunum blandað saman í pott og hver bíll dregur einn miða. Ef eigið númer er dregið skal draga aftur.
Það númer sem dregið var, er Bílavinurinn.
LEIKURINN.
Leikurinn gengur út á það að gleðja bílavinina hvern dag í ferðinni. Ekki skal eyða meira en 2ooo-2500.-
því að glaðningurinn þarf ekki alltaf að kosta peninga.
Það sem hægt er að gera til að gleðja er t.d.
Skrifa fallegan texta á blað/kort.
Biðja aðra félaga að skila fallegri kveðju eða knúsi frá ykkur, líka til að afhenda gjafir ef erfitt sé að fara laumulega að bíl vinanna.
Kaupa hina ýmsu muni til að gleðja,skreyta bílinn eða borða,
Búa til eitthvað í höndum sem hentar fyrir fólk eða bílinn,
Og svo framvegis. Láta hugmyndaflugið leiða ykkur áfram. Margt er hægt að undirbúa heima fyrir
ferðina sem gerir þetta bara skemmtilegra 🙂
Auðvitað á að passa uppá að bílavinurinn viti ALLS EKKI hver sé hans vinur!!
Á FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ er svo uppljóstrunin hver sé hvurs!
Hægt er að gera það með því að hver og einn standi upp og segji frá hvaða bílavin hann/hún hafi átt þessa daga.
Það má alls ekki blaðra um hver sé vinur hvers því að hægt er að reikna út hver sé vinurinn ef maður er nógu forvitinn! Þetta á að vera skemmtilegur leikur til að gleðja og vera gladdur 🙂