Galtalækjarskógur er 80 hektara skógi vaxið svæði upp við rætur Heklu á bökkum Ytri-Rangár. Ekið er um Landveg frá Landvegamótum á þjóðvegi 1. Það eru 34 km að Galtalækjarskógi frá þjóðveginum.Skógurinn nefndist áður Dráttur þar sem bændur á Landi smöluðu fé af Landmannaafrétti og drógu í sundur í skóginum. Nú er rekið þar eitt fallegasta tjaldsvæði landsins.Í og við skóginn eru margar fallegar gönguleiðir. Rétt er að benda á skemmtilega og fallega leið meðfram Ytri-Rangá fyrir neðan skóginn. Gengið er í norður meðfram ánni og upp að brú á henni. Gönguleiðin er að mestu stikuð en sneiða þarf framhjá klettum sem ná fram á árbakkann. Ytri – Rangá er bergvatnsá sem kemur upp í lindum í Rangárbotnum fyrir innan Galtalækjarskóg. Mikill gróður er á bökkum Ytri – Rangár og útsýnið til Heklu fallegt. Hér kemur dagskráin fyrir helgina, endilega prentið hana út ef þið viljið hafa þetta í bílnum hjá ykkur, við munum ekki fjöfalda dagskrána) vonumst til að sjá ykkur sem flest, og að þið taki þátt í furðufataballinu og að margar kynjaverur leiði saman hesta sína þessa helgi.
Bros, knús og faðmlag til ykkar allra. Stjórn, ferða-og skemmtinefnd Félags húsbílaeigenda.
Föstudagur 16 ágúst Hattadagur:
21:30-22;30 Koma upp í hús og skemmta okkur saman,
2 þáttur Útsvars lið Vigdísar á Trausta og lið Reynis á Kostinum
etja saman hestum sínum að þessu sinni.
Mætum öll og stiðjum okkar fólk.
22:30-24:00 Síðan skulum við taka lagið saman og eða setja disk undir geislann og dansa.
Laugardagur 17 ágúst
12:30 Félagsheimilið opnað.
13.0014.30 Markaður í Félagsheimilinu. (Hver græi fyrir sig.)
15:00- 16:00 Félagsvist og bridge fyrir þá sem vilja.
22:00 – 02:00 Furðufataball hljómsveitin Bara tveir leikur fyrir dansi.
Sunnudagur 18 ágúst
*Hjálpa til við frágang í Félagsheimili* Takk fyrir helgina og góða ferð heim !
Söngbækurnar góðu verða til sölu hjá formanni,skemmtinefnd og á markaðnum