Lokaferðin 2013 Félagsgarður í Kjós 27.- 29. sept.

Kæru félagar, þá er komið að síðustu útilegu hjá okkar flotta félagi, sem er helgina 27.-29.sept. n.k. að Félagsgarði í Kjós. 
Vonandi verða veðurguðirnir til friðs og við mætum sem flest og  skemmtum okkur saman, dagskráin fylgir hér með og ef þið viljið hafa hana í bílnum þá endilega prentið hana út sjálf,  hún verður ekki prentuð út af okkur, en við munum setja eintak á vegg inn í félagsheimilinu. 
Eins og þið sjáið er margt um að vera og svo er það bara samveran með ykkur sem er svo einstök.
Við viljum biðja ykkur um að hafa gjaldið fyrir helgina tilbúið, akkúrat, eða kr. 2.000,– á bíl Gestir greiði kr. 3.000,– á bíl.   
Þið fáið afhent merki og doppu,  við greiðslu, merkið  hafið þið  á ykkur alla helgina.
 Þar sem ekki eru rafmagnstenglar á svæðinu þá endilega hafið luktirnar ykkar með og við kveikjum á þeim og sköpum stemmingu fyrir utan bílana. 

Föstudagur 27 sept. Hattadagur: 
21:30-22:30 Koma upp í hús og skemmta okkur saman, 
 Fyrst dansatriði  Black and White
 Svoooo  Magadans
 Svoooo  Leikþáttur
22:30 – 23:30 Óvænt uppákoma, fer eftir veðri. Fellur niður ef Kári verður vondur
Síðast en ekki síst skulum við taka lagið saman ,allir að mæta með söngbækur
23:30 – 01:00 Eða taka létta æfingu fyrir ballið á Laugardagskvöldið
Laugardagur 28 sept.
12:00 – 13:30 Kjötsúpa í boði félagsins
14:00 – 15:30  Markaður í Félagsheimilinu. (Hver græi fyrir sig.) Söngbækurnar á góðu verða til sölu  
16:00 – 17:00 Bingó spilaðar   5 umferðir 
21:15 – 21:30 Verðlauna afhending og Bílahappdrætti
21:30 – 22:30 Útsvar lokakeppni á milli SHS og Sjóarans Sífulla
22:45 – 03:00 Dansiball  Kapparnir sem slógu svo ærlega í gegn í Kjósinni í fyrra  
 Þeir Stúlli og Dúi frá Siglufirði leika fyrir dansi
Sunnudagur 29 sept.
 *Hjálpa til við frágang í Félagsheimili* Takk fyrir helgina og góða ferð heim !

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *