Ágætu félagar.
Hvert fór sumarið, mikið líður tíminn hratt, aðeins 75 dagar til jóla, svei mér þá jólin verða komin áður en ég sný mér við, er ég orðin svona svifasein í seinni tíð. Október-mánuður er bleikur mánuður og er það Krabbameinsfélagið sem nýtur þess góða framlags sem söfnunin á bleiku slaufunni gefur af sér og fann ég hér fallegt ljóð eftir Heiðu Jóns. á vinabókinni og læt það fylgja hér með:
Bleikum mánuði bregðumst við og bætum hag þeirra veiku.
Ef krabbameinsvaldinn þekkið þið, þá kaupið slaufuna bleiku.
Á þinginu eru menn í kappræðum og talar hver sem betur getur um vanda og ekki vanda eftir hvernig menn líta á silfrið og munu eyða ómældum tíma í að vera ósammála síðasta ræðumanni, mikið er nú gott að vera ekki á þingi ..
Sjá nánar upplýsingar um
Fréttabréfið er inn á heimasíðunni
http://www.husbill.is/greinar/view/okt-2013