Ágætu félagar.
Nú er að koma að Árshátíðinni að Hótel Örk en hún er um næstu helgi 1.-3.nóv. n.k. Flestir ætla að gista tvær nætur og geta gestir komið á hótelið um kl. 15.00 á föstudeginum og þeir sem koma á laugardeginum geta komið um kl. 15.00.
Við munum koma saman í kjallaranum á hótelinu á föstudagskvöldinu svona um kl. 21.00-21.30 spjalla og syngja, kannski verða einhverjir með hljóðfæri með sér, og þá er hægt að taka lagið.
Hér fylgir dagskráin fyrir laugardagskvöldið.
Ásrshátíðin 2.nóv. 2013
Félag húsbílaeigenda býður gestum sínum upp á fordrykk á barnum kl 19:30 fyrir framan stóra salinn sem við verðum í.
Sest að borðum um kl. 20.00 og matur svo framreiddur eftir að fólk hefur pantað sér borðvín.
Formaður setur skemmtunina.
Veislustjórn er í höndum Elínar Írisar og Daða Þórs nr. 39 en þau eru nýtekin við skemmtinefndinni, ásamt Halldóru og Einari á 392.
Áætlað er að skemmtiatriðin byrji um kl. 21.00
Meðal skemmtiatriða eru:
1. Samkvæmisleikir
2. Bílnúmerahappdrætti
3. Afhending Gedduverðlauna
4. Skemmtinefnd flytur atriði sem þau hafa tekið saman.
5. Systurnar Sigríður og Sólborg Guðbrandsdætur flytja nokkur lög við undirleik föður sins Guðbrands Einarssonar.
6. Fjöldasöngur inn á milli atriða.
7. Upp úr kl. 22.00 byrjar svo hljómsveitin Bandalagið að spila fyrir dansi, en það eru þeir Guðbrandur Einarsson og Vignir Bergmann (Bubbi og Vignir) sem sjá til þess að við dönsum, valsa,polka, ræl og tvistum og tjúttum.
Það eru nokkur herbergi laus og þarf fólk að hafa hraðar hendur með að tilkynna sig og einnig ef fólk vill koma bara á skemmtunina á laugardagskvöldið þá þarf að panta það NÚNA.
Ræða formanns á Aðalfundinum 19.okt. s.l. er komin inn á heimasíðuna undir fréttabréf. http://www.husbill.is/greinar/view/adalfundur-19.okt-2013
Við erum að vinna úr könnuninni sem þið félagarnir tóku þátt í á aðalfundinum og munu niðurstöður verða kynntar í fréttabréfi bráðlega.
Hlakka til að sjá ykkur sem hafið ákveðið að koma á árshátíðina.
Góða skemmtun.
Soffía G. Ólafsdóttir, formaður Félags húsbílaeigenda.