Laugardaginn 27. febrúar verður farin Óvissu-Rútuferð á vegum félagsins. Nú er um að gera að skrá sig í ferðina,
það eru 50 manns þegar búnir að skrá sig. Hringið í síma 896-5057 eða sendið tölvupóst á husbill@husbill.is Það kostar 2.500 kr. pr. mann í þessa ferð.
Ath! Greiðist með reiðufé við rútuna, því við erum ekki með posa
Rútan er frá Selfossi og byrjar þar af leiðandi þar.
Kl. 11.00 Selfoss-Fossnesti
Kl. 11.10 Hveragerði- N1 planið
Kl. 12.30 Reykjavík-Hús verslunarinnar (á planinu þar)
Kl. 12.45 Hafnarfjörður-Hafnarfjarðarkirkja
Kl. 13.15 stoppað við hringtorgið sem liggur til Grindavíkur
(Grindvíkingar komi upp á hringtorgið á Reykjanesbraut)
Kl. 13.30 Reykjanesbær-planið við 88-húsið.
Þetta eru staðirnir sem fólk er pikkað upp í rútuna.
Akurnesingar-Borgnesingar og fólk vestar, ásamt fólki af Kjalarnesinu og Mosfellsbæ sem hafa áhuga á að koma í óvissuferðina komi
á planið hjá Húsi Verslunarinnar. Félagar úr Garðinum og Sandgerði komi á planið við 88-húsið í Reykjanesbæ. Ef
einhverjir úr Vogunum á Vatnsleysuströnd vilja koma í Óvissuferðina þá væri hægt að pikka þá upp við hringtorgið
sem liggur niður í Voga, það væri þá rétt áður en fólkið frá Grindavík er pikkað upp í rútuna.
Boðið verður uppá kaffi og gott meðlæti í ferðinni. Áætlað er að henni ljúki um kl. 18.00
Og til þess að ferðanefndin panti nú passlega margar rútur, þá endilega látið vita af þátttöku sem allra, allra fyrst.