Könnun sem félagið gerði á aðalfundi

 

 

Könnun sem stjórn lagði fram á aðalfundi félagsins 19.okt. 2013.

Alls  tóku 78 félagar þátt í könnuninni. 

 

Samantekt:

Er lang síðan þú/þið genguð í félagið?

    Meðalaldur þeirra er svöruðu,  hafa verið í félaginu í  10 ár ,

Nokkrir höfðu verið næstum frá stofnun og aðrir nýkomnir í félagið.

Hvað fórst þú í margar ferðir með félaginu s.l. sumar  ?

   Meðaltalið voru 4 ferðir yfir árið,  nokkrir fóru í allar ferðir og aðrir bara t.d. í 1 ferð.

Hefurðu ferðast mikið með félaginu   c.a. hvað margar ferðir á ári

…. Meðaltalið eru 4 ferðir á ári.

Fórstu í Stóru-ferðina?

—70% sem tóku þátt í könnuninni fóru í Stóru-ferðina

Hvernig fannst þér Stóra-ferðin?  Eitthvað sem þið viljið taka fram ?

—90% sem fóru í Stóru-ferðina voru ánægðir.  Þeir sem voru óánægðir sögðu: Veðrið hefði mátt vera betra—ferðin of dýr—of stutt á milli stoppa—skipulag ábótavant—upplýsingflæði of lítið—sungið of lítið—klúður með tjaldstæði—ekki farið eftir fyrirmælum um tjaldstæði.  Nokkrir hrósuðu nefndarmönnum fyrir vel skipulagða Stóru-ferð og skemmtilega og halda vinaleiknum áfram.

Hvað vilt þú/þið hafa margar skipulagðar ferðir á sumri

–Meðaltalið var 6 ferðir,  mörgum fannst þetta fínt eins og það hefur verið

Á félagið að vera með Árshátíðina á Hóteli

25% vilja árshátíð á Hóteli,  75% sögðu Nei

Eigum við að vera með Lokaferðina og Árshátíð saman

70% vilja lokaferð og árshátíð saman  30% ekki saman, sitt í hvoru lagi.

Ert þú/þið að nýta ykkur afsláttarkjörin sem félagið hefur fengið

85% svaranda nýta afslætti sem félaginu er veittur  15%  nýta ekki afslætti sem félagið fær

Er eitthvað sem þér/ykkur finnst vanta í félagatalið

–90% svarenda ánægðir með félagatalið eins og það hefur verið undanfarin ár, nokkrir komu með athugasemdir: vantar myndir af félögunum— að félagatalið sé nákvæmara—kennsla. fræðsla  í  því  sem viðkemur útivist.-

Komst þú/þið í 30.ára afmælið 

–96% þeirra sem svöruðu komu í  30 ára afmæli félagsins

Varst þú/þið sátt við hvernig staðið var að afmælinu

—-Þeir sem komu voru mjög sáttir 

Einhverjar óskir með ferðir í sumar

85% sem svöruðu höfðu enga skoðun um ferðir í sumar og sögðu margir að þeir treystu bara ferðanefndinni fyrir þessu.

Staðir sem nefndir voru t.d voru Strandir—Austurland—Vestfirðir—Suð-austurland—Suðurland—Ferð til Færeyja—Þakgil—Vestmannaeyjar—Suð-vesturland—Grindavík—Reykjanesið—Blái demanturinn—Langbrók–

Á félagið að vera með góugleði–óvissuferð–þorrablót  eitthvað

—90% sem  svöruðu vildu hafa eitthvaðaf þessu þrennu en flestir nefndu “þorrablót”, hafa þetta til skiftis sögðu nokkrir—10% vildu ekkert og fannst sumum vera nóg af þessu á öðrum vettfangi.

Skoðar þú heimasíðu félagsins mikið husbill.is  hversu mikið?

—95%  sem svöruðu, skoða heimasíðuna reglulega 

Ertu ánægður með heimasíðuna?

—þessi 80%  eru nokkuð ánægðir með heimasíðuna, þaðsem bent var á er: Heimasíðan dauf en það er okkur félögunum sjálfum að kenna—Gestabókin dauð—of mikið komið á facebook—kemur seint ogilla inn á hana efni sem sent er—-leiðinlegt að leita að fólki í félagaskránni—Vantar meiri virkni á síðuna—mjög lítil samskifti félaganna á heimasíðunni vantar fleiri  félaga inn– 

Hvað viltu hafa á heimasíðunni?

Allt sem máli skiftir fyrir félagið—Almennar fréttir—taka upp myndagetraunina  aftur—Meiri fréttir af félögunum—Tjaldstæðasíður erlendis—

 Eitthvað sem þið viljið koma á framfæri, tjáið ykkur.

Ábendingar sem komu fram:   Óþarfi að hafa svona viðamikið kaffihlaðborð— of dýrar hljómsveitir—óþarfi að vera með svona mörg barmmerki yfir sumarið—það þarf ekki alltaf að vera hús í ferðum,  þetta er útivistarfélag—Finnst vanta  að nöfn látinna félaga komi fram einhversstaðar hvort sem er á heimasíðu eða fréttabréfi—Hafa árshátíð þannig að allir geti komið á bílunum sínum, hafa hana þá það snemma að allir geti komið líka þeir sem búa úti á landi—Vil að félagið standi meira sem málsvari þegar kemur að ýmsum hagsmunamálum sem og landverndarmálum. Við eigum að láta rödd okkar heyrast og stjórnin þarf að vera virkari að senda frá sér yfirlýsingar—-Láta fólk leggja bílum við þann næsta sem kom, ekki láta fólk para sig saman í klíkum—Vantar talstöðvar í bílana— Nota meira tjaldstæðin sem útilegukortið gildir. Seinka skoðunardeginum c.a. miðjan maí.

Hrós: Góður félagsskapur—    Stjórn og nefndir standa sig mjög vel–   -Svo sátt— Flott  félag—Frábær formaður–

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *