Nú hefur verið bætt í skoðunarreglur um húsbíla, að sett sé ábending (I) vanti slökkvitæki í húsbílinn, þ.e. ábending sem leiðir ekki til endurskoðunar(II). Samkvæmt símtali við Umferðarstofu(15. feb 2010) verður svo áfram um einhver ár og er sá tími hugsaður til aðlögunar fyrir húsbílaeigendur. Ísland hefur enn heimild til setningu síkra \“aukinna/harðari\“ reglna umfram venjubundnar evrópureglugerðir.
Athugið að bílar sem seinna hefur verið breytt í húsbíla, mega búast við að verða skoðaðir sem breyttir og geta því fengið athugasemd(2) sem leiðir til endurskoðunar.
Sjá nánar í linkunum undir Félagið/Gagnlegar upplýsingar