Frumherja á Skoðunardaginn

Kæru félagar, nú nálgast skoðunardagurinn óðfluga en hann er 3.maí n.k. hjá Frumherja að Hesthálsi í Reykjavík, við getum mætt á föstudagskvöldinu 2.maí og gist á planinu hjá Frumherja og mætt í morgunmat hjá þeim kl. 08.00 á laugardagsmorgun, sendið skráninug á husbill@husbill.is eða hringið í síma 896-5057 Frumherja men þurfa að vita hversu margir gista hjá þeim á planinu vegna morgunmatsins. Einnig bjóða þeir upp á kaffi og vínarbrauð kl. 10,00 og um hádegisbilið grilla þeir pulsur handa okkur, Frumherjamenn taka vel á móti okkur.
Eins og þið sjáið hér fyrir neðan þá eru sérstakir skoðunardagar á Alureyri—Sauðárkrók og Fellabæ og viljum við hvetja okkar félagsmenn sem búa fyrir norðan og austan að nýta sér þá.

Fjölmennum til Frumherja á Skoðunardaginn, gott að hittast eftir langan vetur spjalla og hafa gaman.

Hlökkum til að sjá ykkur Stjórn, ferða-og skemmtinefnd.
Starfsfólk Frumherja hlakkar til að hitta okkur.

Félag húsbílaeiganda:

20% afsláttur á aðalskoðun bifreiða í eigu félagsmanna gegn framvísun félagsskírteinis.

ATH. Sérstakur skoðunardagur húsbíla hjá Félagi húsbílaeigenda verður í skoðunarstöð Frumherja á Hesthálsi 3. maí.
Verð á skoðun þann dag er kr. 6.200.-

Einnig njóta okkar félagar sem búsettir eru Norðan Heiða og á Austurlandi sömu kjara og Flakkarar fá á eftirtöldum stöðum og dögum, sem eru sérstakir skoðunardagar á þessum stöðum.

ATH. Sérstakur skoðunardagur húsbíla verður í skoðunarstöð Frumherja á Akureyri 31.maí.

ATH. Sérstakur skoðunardagur húsbíla verður í skoðunarstöð Frumherja á Sauðárkróki 31.maí.

ATH. Sérstakur skoðunardagur húsbíla verður í skoðunarstöð Frumherja í Fellabæ 13.júní.
Verð á skoðun þann dag er kr. 6.200.-

Á landsbyggðinni verður boðið upp á sömu kjör á fyrsta opnunardegi eftir húsbíladaginn.
Eftir fyrsta opnunardaginn eftir húsbíladaginn og fram til 15. júní veitum við 30% afslátt til félagsmanna (gildir fyrir húsbifreið).

Fram að húsbíladeginum veitum við 30% afslátt til félagsmanna (gildir fyrir húsbifreið).

Kv.Soffía

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *