Stóraferð-Vestmannaeyjaferð

Jæja gott fólk nú er komið að því að fara að skrá
sig í Vestmannaeyjaferðina (dagsferð eða partur úr degi) sem verður mánudaginn
14.júlí n.k. í Stóru-ferðinni okkar um Suðurland.
Nú þegar hafa nokkrir skráð sig og þessu þarf að
vera lokið fyrir 31.maí n.k. Við þurfum að vita hversu margir ætla sér til Eyja og því er skráning hafin í
Vestmannaeyjarferðina sendið tölvupóst á husbill@husbill.iseða hringið í Soffíu formann 896-5057, skráningu lýkur 31.maí n.k.

Svo þurfa allir sem ætla sér til Eyja að panta
sjálfir með Herjólfi þið hringið í síma 481-2800 eða pantið í gegnum netið með
því að senda póst á herjolfur@herjolfur.isþið pantið með Herjólfi 14.júlí kl. 13.00 frá Landeyjahöfn og til baka
kl.17.30, fólk greiðir sjálft í Herjólf en fyrir Ellilífeyris +67 ára kostar
fram og til baka kr.1.260,pr.mann og fyrir aðra farþega fram og til baka pr.
mann 16.-66 ára kostar kr. 2.520,– endilega gerið þetta sem fyrst en munið að
skrá ykkur líka hjá okkur vegna rútunnar.
Kl. 12.00 mánudaginn 14.júlí: Rúta/rútur legga af
stað frá Hamragörðum að Landeyjarhöfn. Kl. 13.00: Brottför frá Landeyjarhöfn með Herjólfi. Eftir komuna til Eyja er skoðunarferð um Vestmannaeyjar í rútu með leiðsögumanni
(2-3 tímar) Frjáls tími í miðbæ Vestmannaeyja að lokinni skoðunarferð. Kl. 17.00 Mæting í Herjólf og brottför 30 mín seinna.
Já munið að skrá ykkur því eftir 31.maí pöntum við
rútu/rútur eftir hvað margir ætla sér að fara til Eyja eftir 31.maí er ekki
tekið á móti skráningu.
Ef einhverjir vilja fara seinna frá Eyjum þá er það
ekkert mál en þeir þurfa þá að koma sér sjálfir að Hamragörðum. Já nú þarf að
skipuleggja sig. Kv.frá Stjórn, ferða-og skemmtinefnd.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *