Eyrabakki 16-18 maí.

Nú er komið að fyrstu ferð sumarsins sem
er að  Eyrabakka núna um helgina 16.-18.maí
Eyrarbakki.is er
upplýsingarvefur um Eyrarbakka, sem er þorp með langa fortíð en einnig bjarta
framtíð. Á Eyrarbakka liggur sagan og menningin við hvert fótmál. Gamla
götumyndin sem tekist hefur að varðveita á Bakkanum er einstæð meðal
þéttbýlisstaðanna á Suðurlandi og þó víðar væri leitað. Á þorpsgötunni má
upplifa andblæ liðins tíma og njóta þjónustu í veitingahúsum, kaffihúsum,
verslunum o.fl.
Það má leggja bílum
við Samkomuhúsið sem við höfum til umráða og einnig er tjaldstæðið gott með
eitthvað af rafmagnsstaurum, þeir sem fara í rafmagn greiða staðarhaldara fyrir
það, en tjaldstæðið er frítt fyrir félagsmenn. Ýmislegt er til skemmtunar eins
og sjá má á Dagskránni, endilega prentið hana út og hafið með ykkur. Vonandi
verða veðurguðirnir okkur hliðhollir, sjáumst hress og glöð um næstu helgi.
Stjórn, ferða-og
skemmtinefnd

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *