Dagskrá á Eyrabakka16-18 maí.

Föstudagur 16. maí:
Hattavinafélagið: Föstudagar eru sérstakir hattadagar og er félagsmönnum uppálagt að
ganga með hatta þá daga að viðurlagðri skömm og hneisu, sem skammari sér um að
framfylgja á næsta fundi/atburði á vegum félagsins.
 Ökuleikni: Fljótlega eftir að skemmtinefnd mætir á svæðið þá mun hefjast
“Ökuleikniskeppni” Ökumenn húsbíla gefst kostur á að leysa þrjár þrautir.

Hver bíll byrjar með 300 stig. Aka
framhjá tveimur prikum (kústskaft) taka vinstri/hægri beygju og nema
staðar með hægra framhjól upp plötu og á miðja dekksins að vera á striki
sem málað er á plötuna.
Bakka síðan eins og væri verið að
bakka inn í bílskúr án þess að bakka á prikið sem er í enda skrúrsins.
(bannað að nota bakkmyndavél) Til að fá fullt hús þarf bifreiðin að nema
staðar 2 cm frá prikinu. Fari bifreið fram yfir þá tvöfaldast refsistigin.
Aka út úr bílskúrnum og næsta priki
sem er 50 cm hátt og nema staðar 2 cm frá prikinu. Fari bifreiðin of langt
tvöfaldast refsistigin. sem næst prikinu.

      1 cm er 1 stig.
Félagsmaður getur tekið þátt í öll skiptin
en þá falla úr gildi stigin úr fyrri tilraunum.
Verðlaun
fyrir þrjú efstu sætin verða afhent í lokaferð 27. september í Árnesi.
 Kl. 20.00  Formaður félagsins setur ferðina og sungið verður
upp úr söngbókinni. Félagar hvattir til að taka með sér hljóðfæri.  Eftir það verður leikin tónlist af diskum
fram til kl. 23.30
 Laugardagur 17.
maí:         
Kl. 12.00 Undirbúningur fyrir markað í
Félagsheimilinu.
Kl. 13.00 – 15.00 Markaður í Félagsheimilinu. (aðstoð
óskast við að stilla upp fyrir félagsvist)
Kl. 16.00 Félagsvist (aðstoð óskast við að stilla
upp fyrir kvöldið)
Kl. 20.00 Skemmtidagskrá: Verðlaun í Félagsvist og
Bílahappadrætti – Hæfileikakeppni (allt leyfilegt nema koma nakinn fram) –
Útsvar – Dansleikur með þeim feðgum: Bassa og Ólafi Þórarinssyni.
 Sunnudagur 18.
maí:
Kl.
12.00 Frágangur í Félagsheimilinu
Vonandi
skemmtu sér allir vel.
Góða ferð heim !
  

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *