Sólseturshátíð Garði.

27.-29.júní Sólseturshátíðinn  í Garðinum sem haldin er út við Garðskagavita. Þegar við settum þessa ferð á í vetur voru upplýsingarnar sem við fengum þær að ekkert gjald yrði tekið á tjaldstæðinu enda á tjalda.is er tjaldstæðið auglýst frítt. Í síðustu viku heyrðum við af því að þeir sem sjá um hátíðina í ár ætli að rukka 2.000,–kr. pr. bíl  alla helgina með rafmagni óháð hvað margir eru í bílnum, svo heyrist núna að þetta eigi að vera 2.500,– kr. helgin en þetta er allt mjög óljóst sem er miður þar sem við höfum þá fengið rangar upplýsingar í byrjun. Ef af þessari gjaldtöku verður þá verður hver og einn að greiða fyrir sig að þessu sinni. Við látum dagskrána fylgja hér með og við vonumst til að sjá sem flesta í þessari ferð. 

f.h. Stjórnar,ferða-og skemmtinefndar.

Sof´fia G. Ólafsdóttir, formaður.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *