Lokaferðin sem jafnframt er Árshátíð félagsins verður í Félagsheimilinu Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Lokaferðin sem jafnframt er Árshátíð félagsins verður í Félagsheimilinu Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi 99 km frá Reykjavík. Unnið er að undirbúningi þessarar ferðar og er ykkur alveg óhætt að láta ykkur hlakka til.Eins og Daði, Elín, Einar og Dóra sögðu á ferðafundinum þá eru þau að safna vinningum í ferðirnar okkar og einnig að brydda upp á ýmsum nýjungum s.s. hæfileikakeppni, akstursleikni í bland við „útsvarið“ kubbaspilið, bingó, spilavist, bridge sem hefur verið hjá okkur en þetta byggist líka á að við tökum öll þátt í því að gera öll eitthvað saman, hafa „GAMAN SAMAN“ . Ég minni ykkur á að skrá ykkur í hæfileikakeppnina, útsvarið og akstursleiknina hjá skemmtinefndinni, koma svo gott fólk.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *