Hvítasunnuhelgin að Goðalandi 6.-9.júní 2014
Hér kemur dagskrá helgarinnar, ef þið viljið hafa þetta í bílunum hjá ykkur þá endilega prentið þetta út, gott að geta fylgst með, því það er margt að gerast og við munum eftir fremsta megni fara eftir tímasetningunum eins og þær eru gefnar upp í dagskránni. Gjald er það sama og á s.l. ári . fyrir félagsmann 4.000 kr.18.ára og eldri Gestir greiði 5.000 kr. 18.ára og eldri
Hlökkum til að sjá ykkur. Sjáumst. Stjórn, ferða-og skemmtinefnd.
Dagskráin fyrir hvítasunnuhelgina
Reynum að byrja alla dagskrárliði stundvíslega !
Föstudagur 6. júní:
Hattavinafélagið: Föstudagar eru sérstakir hattadagar og er félagsmönnum uppálagt að ganga með hatta þá daga að viðurlagðri skömm og hneisu, sem skammari sér um að framfylgja á næsta fundi/atburði á vegum félagsins.
Ökuleikni: Fljótlega eftir að skemmtinefnd mætir á svæðið þá mun hefjast Ökuleikniskeppni
1. Hver bíll byrjar með 300 stig. Aka upp á planka og nema staðar með hægra framhjól upp plötu og á miðja dekksins að vera á striki sem málað er á plötuna.
2. Bakka síðan milli tveggja prika og nema staðar við prik sem staðett er 4 metrum frá. (bannað að nota bakkmyndavél) Til að fá fullt hús þarf bifreiðin að nema staðar 2 cm frá prikinu. Fari bifreið fram yfir þá tvöfaldast refsistigin.
3. Aka næst að priki sem er 50 cm hátt og nema staðar 2 cm frá prikinu. Fari bifreiðin of langt tvöfaldast refsistigin. 1 cm er 1 stig.
Verðlaun fyrir þrjú efstu sætin verða afhent í lokaferð 27. september í Árnesi.
17:00 *Stilla upp í Félagsheimilinu fyrir kvöldskemmtun*
21.00-01:00 Hátíðin sett og sungið upp úr söngbókinni. Muna að taka hana með !!!
Félagar hvattir til að taka með sér hljóðæri og spila með. Í lokin verða leikin danslög af hljómplötum og þar koma línudansarar sterkir inn
Laugardagur 7. júní:
12:00 *Félagsheimilið opnað fyrir markaðsundirbúning*
13:00-14:00 Hestamenn frá Miðhúsum teyma hesta sína undir börnum
13.0015.00 Markaður í Félagsheimilinu
15:00 Börnin horfa til himins !
15:00 Forsala á Bingó- spjöldum *Stilla upp fyrir bingó*
15:30 Bingó, margir góðir vinningar *Stilla upp fyrir dansleik*
22.0002:00 Hljómsveitin Sófar leikur fyrir dansi
Sunnudagur 8. júní: (Hvítasunnudagur)
12:30 *Stilla upp fyrir félagsvist*
13:00 Félagsvist *Eftir félagsvist: Stilla upp fyrir kaffið*
15:00 Hvítasunnukaffi í boði félagsins.
16:30 *Stilla upp fyrir ball*
21:00 John töframaður sýnir listir sínar. Hæfileikakeppni, Verðlaunaafhending,
Sungið upp úr söngbókinni. Útsvar, Félagsmenn hvattir til að koma með hljóðfærin sín og spila saman.
Danslög leikin af hljómplötum
Mánudagur 9. júní: (Annar í Hvítasunnu)
12:00 *Hjálpa til við frágang í Félagsheimili*
Vonandi skemmtu sér allir vel.
Góða ferð heim !
Skemmtinefnd hvetur félagsmenn til að versla við eftirtalda aðila sem gefa vinninga í ferðir félagsins í sumar.
Víkurverk, Rafgeymsalan,Orka, Bílaraf, Atlantsolía, Olís, N1,Orkan,skeljungur, Góa, Borgarleikhúsið, Ás styrktarfélag , Askur, KFC, Fjörukráin, Gamlavínhúsið, Ólafur Gíslasson, Ullmax, Automatic, Laxnes horse, Brammer, Málningarvörur, Wurth, Pólýhúðun,