Fyrri
ágústferð Félags húsbílaeigenda
15. 17.
ágúst 2014
Hótel Eldborg
/ Laugargerðisskóli á Mýrum
Gestir okkar
félagar í danska húsbílafélaginu
Nokkrir félagar í Dansk autocamper forening, sem
eru að ferðast hér um Ísland 16-17 bílar ætla að heiðra okkur með nærveru sinni
þessa helgi, hér fylgir dagskráin með, við spilum þetta af fingrum fram
og vonum að veðurguðirnir verði okkur hliðhollir svo við getum verið úti og
skapað skemmtielga stemmingu öll saman. Daði í skemmtinefndinni er búinn að
setja saman nokkra texta á íslensku og dönsku svo við getum sungið saman, hátt
og snjallt en hann er tengiliður við Danina.
*Dagskráin:
Föstudagur 15. ágúst
Útilegukortið gildir þarna, annars
kostar fyrir manninn 1.000 kr. pr. nótt og hver og einn greiðir fyrir sig hjá
staðarhaldara. Af gefnu tilefni skal bent á að það er ekki losun fyrir
ferðasalerni á staðnum og með öllu ólíðandi að salerni séu losuð í salerni sem
ætluð eru almenningi. Hér eru upplýsingar frá Umhverfisstofnun um
losunarstaði: http://www.ust.is/library/Skrar/Atvinnulif/Heilbrigdiseftirlit/adstada_ferdasalerni.pdf
Á staðnum er rafmagn en samt ekki
fyrir nærri alla og því vonumst við til þess að þeir sem verða að vera í
rafmagni hafi aðgang að þeirri þjónustu. Það er sundlaug á staðnum,
aðgangseyri greiddur inn á Hóteli. Við gerum ráð fyrir að
föstudagurinn fari í að maður verði manns gaman og gefi sig á tal við gestina
okkar og myndi þannig góð kynni.
Föstudagar eru sérstakir hattadagar og er félagsmönnum
uppálagt að ganga með hatta þá daga eða fá á sig skömm
og hneisu, sem Skammari sér um að framfylgja á næsta
fundi/atburði á vegum félagsins.
Laugardagur 16. ágúst
Kl. 12:00 Setning og kjötsúpa: Formaður félagsins Soffía Ólafsdóttir flytur
tölu og býður til Íslenskrar kjötsúpu. Ef veður er gott þá getum við
stillt upp borðum og stólum utandyra og borðað saman. Hafið með ykkur
disk og skeið !
Súpan kemur frá veitingastaðnum Galitó á
Akranesi.
Kl.13:00 14:00 Markaður
kl. 15:00 Landsleikur: Íslendingar og Danir keppa í Víkingaspili. Það lið sem
er undan að vinna einum leik meir en andstæðingurinn sigrar.
Eftir landsleikinn væri upplagt að hafa
opið hús í bílunum og bjóða gestunum upp á séríslenskt sælgæti: Tillaga:
(Kleinur og mjólk / flatköku með hangikjöti / pönnuköku með rjóma /harðfisk og
hákarl + brennivín eða bara hvað sem er svo ekki sé nú minnst á íslenska
lakkrísinn)
Kl. 18:00 Undirbúningur fyrir kvöldverð: Raða borðum og stólum upp utandyra
og hver og einn dekkar upp sitt borð, grillar og græjar sinn mat eins og hver
og einn vill hafa hann.
Kl. 19.00 Sameiginlegt borðhald: Munið að danir sitja oft lengi við
matarbrðið og njóta.
Við höfum möguleika á að flytja borð og
stóla inn í hús ef okkur sýnist svo.
Sunnudagur 17. ágúst
Þökkum gestum okkar fyrir
samveruna,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,Góða
ferð heim.
Félagar góðir, prentið út
dagskrána og einnig söngtextana til að hafa með ykkur. Eins og fram kemur
þarna efst í dagskránni þá er Útilegukortið á Eldborg og hver og einn greiðir
fyrir sig ef þið eruð ekki með útilegukortið þá kostar gjaldið 1.000,–kr. pr.
mann nóttin og munið að greiða hjá staðarhaldara og einnig minni ég ykkur á að
koma með klósettin ykkar tóm þar sem ekki er losunarstaða á Eldborg og við
látum það ekki spyrjast um okkur að við tæmum í almenningssalernin inni á
Eldborg, það bara má ekki.
Félagið býður upp á kjötsúpu í hádeginu
á laugardaginn (hver og einn kemur með sinn disk og skeið) og við
setjum upp markað og ef þið félagar góðir viljið vera með sölubás er það bara
alveg sjálfsagt, við vonumst til að geta verið bara úti en það kemur bara
í ljós hvernig veðrið verður, höfum þá sal til að fara inn ef veðurguðirnir
verða ekki í stuði.
Nú er bara að rifja upp dönskuna svo við
getum spjallað við vini okkar eða æfa fingramálið, þetta verður bara gaman.
Gaman væri ef einhverjir kæmu með
eitthvað svona íslenskt til að bjóða gestum okkar og hvort öðru eins og kemur
þarna fram í dagskránni þetta skapar skemmtilega stemmingu og fær fólk til að
tala saman.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Með bestu kveðjum
f.h. Stjórnar, ferða-og skemmtinefndar.
Soffía G. Ólafsdóttir, formaður.