Kleppjárnsreykir í Borgarfirði helgina 29.-31.ágúst n.k.

Kleppjárnsreykir í Borgarfirði helgina 29.-31.ágúst n.k.

Verð á bíl helgin 2.500,–kr.  rafmagn er 1.000.—kr. pr. sólarhring, fólk greiðir hjá staðarhaldara. 

Á föstudagskvöldinu býður staðarhaldari upp á súpu, nýbakað brauð og smjör og kaffi á eftir  á 1.300 kr,  einnig er hann að bjóða okkur: Tilboð bjór 700kr   Tilboð réttur dagsins lasagna 2000kr

 

Við megum sitja þar inni ef við viljum, rabba saman, spila, syngja, en hann er með vínveitingaleyfi og við getum keypt hjá honum “ÖL” en hver og einn hefur þetta eftir sínu höfði en ef veðrið er gott þá hugsa ég að við sitjum úti í góða veðrinu,  en þetta spilum við allt eftir veðrinu.

Á laugardaginn ætlar stjórnin að bjóða upp á vöfflur, rjóma og sultu, um kaffileytið, það verður vösk sveit manna að baka vöfflur og eins og alltaf þá segi ég,  vona svo sannarlega að veðrið verði gott svo við getum hópast saman og myndað góða stemmingu, jafnvel farið í “kubb” en það er engin sérstök dagskrá þarna við skemmtum bara hvort öðru.

Staðarhaldari er með eitthvað gott á matseðlinum ef þið viljið snæða þar inni. 

Gott krækiberjaland er nálægt Kleppjárnsreykjum þar sem fólk má týna.

Við í stjórn og nefndum vonumst til að sjá ykkur sem flest, og endilega komið með sólina með ykkur!!!!

Bestu kveðjur.

f.h. stjórnar, ferða-og skemmtinefndar 

Soffía G. Ólafsdóttir, formaður.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *