Varmaland í Borgarfirði 12.-14.sept n.k.

Ágætu félagar. 

Þá er komið að fyrri september ferð félagsins að Varmalandi í Borgarfirði 12.-14.sept. 2014, sem er Futðufata-/Grímubúninga helgi og verður gaman að sjá allar furðuverurnar sem munu mæta á staðinn. Munið að það er ekki skilda að mæta í búning, það gerir hver og einn sem hann langar til í þessum efnum, þannig hefur það verið undanfarin ár og allir skemmt sér sem best.

Við verðum á tjaldstæðinu á Varmalandi en útilegukortið gildir ekki þessa helgi þar sem við teljumst hópur. Verð fyrir helgina er kr. 2.000,– pr. mann og mun ferðanefndin sjá um gjaldtöku og við viljum beina því til ykkar kæru félagar að vera með gjaldið ákkúrat og eins væri gott að þið snérið ykkur strax við komuna á tjaldstæðið til ferðanefndarinnar en þau klæðast gulum vestum og eru því auðþekkjanleg. Rafmagn er á tjaldstæðinu og kostar 900,–kr. fyrir sólahringinn  og þeir sem taka rafmagn greiða það beint til staðarhaldara.

Við verðum með sal í skólanum að Varmalandi báða dagana og er ýmislegt til skemmtunar, eins og sjá má á dagskránni, endilega prentið hana út fyrir ykkur.

Nú er bara að vona að veðurguðirnir verði okkur hliðhollir og hætti þessari rigningu og að vindurinn fari hægt yfir.

Við vonum að sem flestir láti sjá sig og við munum eiga góða helgi saman.

Með húsbílakveðju

f.h. Stjórnar, ferða-og skemmtinefndar

Soffía G. Ólafsdóttir, formaður.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *