Árshátíð/Lokaferð 26.-28.sept. n.k. að Árnesi í Skeiða-og Gnjúpverjahreppi.

Nú er komið að því að fólk þarf að skrá sig á Árshátíðina/Lokaferðina sem er síðari haustferðin okkar.

Dagskráin mun koma inn á heimasíðuna innan tíðar en föstudagskvöldinu verður ýmislegt til skemmtunar s.s. lokakeppnin  í útsvarinu, söngur glens og gaman.

Laugardagskvöldið okkar mun byrja á fordrykk kl. 19.00 og boðið er upp á þriggja rétta máltíð, forréttur, aðalréttur og kaffi og konfekt. Vegleg skemmtidagskrá og Hljómsveit Ólafs Þórarinssonar (Labbi í Mánum) þeir eru 4, spilar fyrir dansi til kl. 02.00 eftir miðnætti. 

Miðaverð er kr. 7.000,– pr. mann það má taka með sér gesti verð fyrir þá er 9.000,–pr. mann, Þið getið sent tölvupóst á husbill@husbill.is og pantað eða hringt í 896-5057,  þið leggið svo inn á reikning félagsins  0542-26-276 kt. 681290-1099  og látið koma fram kennitölu þess sem leggur inn.

Nú er um að gera að panta sem fyrst, því við verðum að vita hvað margir ætla að koma út af matnum, skráningu lýkur 22.sept. n.k. 

Nú er bara að ákveða sig og skrá. 

Nú fjölmennum við á árshátíðina og gleðjumst saman í síðustu ferð félagsins þetta árið. 

Stjórn, ferða-og skemmtinefnd.   

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *