Jæja þá er nýja síðan komin í loftið:-)

Þá er nýja síðan komin komin í loftið og ætti að vera orðin sýnileg flestum, ef ekki öllum. Það er von mín að fólk sé sátt við breytinguna þótt auðvitað verði aldrei verði öllum gert til hæfis. Ég hef reynt að hugsa fyrir flestu við hönnun vefsins en eðlilega má búast við því að einhverjir hnökrar verði á honum í fyrstu. Þessi vefur er byggður upp á mörgum mismunandi kerfiseiningum og þær flestar sérsniðnar að okkar þörfum svo að mörgu er að hyggja við samtvinningu slíkra kerfa. Þar af leiðandi þarf eflaust að fínstilla einhverja hluti og verður það gert eftir hendinni.Lokaða svæðið fyrir félagsmenn(MITT SVÆÐI) verður fullklárað í næstu viku og í framhaldinu verða félagsmönnum sendar upplýsingar um aðgengi þeirra að svæðinu.

Það er von mín að þessi vefur nýtist félaginu til framtíðar, því alltaf eykst notkun heimasíðunnar okkar og þar með þörfin og t.d voru heimsóknir á eldri síðuna, komnar langt yfir 200.000 frá því að ég tók við netstjórninni og eins hefur öllum samskiptum í gegnum vefinn, svo sem fyrirspurnum allskonar og auglýsingum fjölgað verulega.

Svo til hamingju með þennan áfanga gott fólk!
Kveðja, netstjórinn.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *