Ferðaáætlunin fyrir 2010 komin á vefinn

Þá er ferðaáætlunin, sem samþykkt var einróma á afar fjölmennum ferðafundi í gær, komin á vefinn. Fundurinn var sem fyrr segir afar fjölmennur og mættu á fjórðahundrað manns. Salurinn sprakk því fljótlega og var því brugðist skjótt við og bætt við borðum og stólum og opnað fram á gang. Vonandi er þetta fyrirboði um aukna þátttöku félagsmanna í ferðum félagsis á komandi ferðasumri.

Stóra ferðin, sem oftast er mestur spenningur fyrir að fá fréttir af, verður þetta árið farin til Austurlands. Hefst ferðin 10. júlí og stendur hún til 18. júli. Endar ferðin svo með stórdansleik að Hjaltalundi. Sjá nánar dagskrá hennar undir \“Ferðaáætlun 2010\“

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *