Sæl verið þið. Myndin sem ég sendi er af gasofni og í þessari tegund er
hættulegur galli. Ég er umsjónamaður skála Ferðafélags Fljótsdalshéraðs og
eigum við 5 stykki af þessari tegund og er kominn fram galli í þeim öllum og
einn farinn að leka gasi(og stutt í að hinir færu að leka) þótt slökkt hafi
verið á ofninum. Ofnar þessir voru keyptir hjá Olís og Ellingsen. Ég vildi
vekja athygli ykkar á þessu þar sem ég veit að þessir ofnar voru mikið
seldir fyrir nokkrum árum til að nota í húsbíla. Vinnueftirlitið hefur
fengið einn ofn til skoðunar og ég hef komið ábendingum til seljenda en þeir
sýnt lítinn áhuga á að axla ábyrgð og vekja athygli á þessum galla Ég er
tilbúinn til að veita nánari upplýsingar ef þess er óskað. Kveðja Þórhallur
Þorsteinsson sími 8932858