Fyrsta ferð félagsins!

Kæru félagar.
 

Nú er komið að fyrstu ferð hjá Félagi Húsbílaeigenda.
 

Við byrjum sumarið með skoðunardeginum  hjá Frumherja að Hesthálsi 6-8 Reykjavík, en hann er  laugardaginn 9. maí.

Hittumst á föstudagskvöldinu á planinu hjá þeim. Byrjum daginn á morgunverði upp úr kl: 08.00,  egg, beikon,kokteilpylsur og ávaxtasafa.

Kl. 09:00 Hefst skoðun bílana og um leið verður borið fram kaffi og nýbakað vínabrauð eða muffins í boði Frumherja.

Færum Frumherjamönnum  kærar þakkir  fyrir.

Ef þið ætlið að koma og gista á planinu hjá Frumherjamönnum og þiggja morgunmat,

 
látið  þá vita á netfangið   husbill@husbill.is  eða síma félagsins 896-5057.
 

Verðið fyrir skoðun  er 6.500 kr
 
 
 
 Eftir skoðunina verður farið á Víðisstaðatún í Hafnarfirði og höfum við skála skátanna á svæðinu til afnota til kl: 01.00. 
 

Gjaldið er kr. 800 fyrir manninn
 

Hlökkum til að hitta ykkur og sjá.
 

F.h. stjórn og nefnda
Anna Pála

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *