Hvítasunnuhelgin – Árnes 22 – 25 maí 2015.

Hvítasunnuhelgi í Árnesi  22. – 25. mai 2015Föstudagur 22. maí:
Munið að föstudagar eru sérstakir hattadagar í Húsbílafélaginu.
í 4.gr. laga Hattavinafélagsins stendur:
Föstudagar eru sérstakir hattadagar og er félagsmönnum uppálagt að ganga með hatta þá daga að viðurlagðri skömm og hneisu, sem skammari sér um að framfylgja á næsta fundi/atburði á vegum félagsins.
Blöð með vísnagátum afhent við skráningu inn á svæðið. (eitt blað á bíl)
 
Kl.21 Félagsmenn eru hvattir að koma með hljóðfærin sín og söngbækur og njóta þess að hittast og hafa gaman saman.
 
Laugardagur 23. maí:
Kl. 11.00  Ólumpíuleikar Húsbílafélagsins. Allir hvattir að taka þátt !!!!
Kl. 13.00 – 15.00 Markaður í félagsheimilinu (Undirbúningur hefst kl. 12.00)
Kl. 15:30 Bingó í félagsheimilinu, Bingóspjöld seld á markaðinum
Kl. 17.00 Yngri kynslóðin getur spilað sína tónlist í félagsheimilinu og/eða rætt málin .
Kl. 19:00 Evróvísonpartý  ef Ísland kemst áfram. Endilega komið með snakk eða það sem hver og einn þykir tilheyra góðu partýi með sér.
 Ef Ísland kemst ekki áfram þá kl. 20:30 skemmtidagskrá
–        verðlaunaafhending fyrir Ólumpíuleikana.
Ca. Kl. 22.00  eða eftir að útsendingu á söngvakeppni líkur- Tónlistamennirnir Tómas Malmberg og Ingvar Valgeirsson leika fyrir dansi og félagsmönnum stendur til boða að leika með ef þeir eru í stuði til þess.
 
Sunnudagur 24.maí: (Hvítasunnudagur)
Blöð með svörum á Vísnagátum skilað í kassa í anddyri félagsheimilisins
13:00 Félagsvist / Bridge
15:00 Hvítasunnukaffi
20:30 Bílahappadrætti, Dregið úr réttum svörum á Vísnagátum.
Verðlauna  afhending fyrir félagsvist og vísnagátusvör.  – Eitthvað húllum hæ.
– kíkt í söngbókina og þeir sem eru í stuði þenja hljóðfærin sín.  
Mánudagur 25. Maí
*Kl. 12.00 Hjálpumst við frágang í Félagsheimilinu og muna að skrifa í gestabókina.
Skemmtinefnd áskilur sér rétt til að breyta dagskránni sjái hún ástæðu til.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *