Til ykkar sem koma um helgina!

Skjól  26-28 júní

Vegna góðrar veðurspá á næstu helgi,

þá ætlum við að bjóða þeim,sem koma á Skjól uppá.

BINGÓ og BJÓRPOTTALEIKINN.

LAUGARDAGUR 27.JÚNÍ 2015

Kl.20:30 Útibingó spilaðar verða 6 Umferðir,  600 kr spjaldið sem hægt er að nota fyrir þær allar, 
 Góðir vinningar.   Spjöld seld við (bíl nr 460  Nína Dóra og Haraldur.)
ATH. muna eftir pening gott að hafa akkúrat :-).
 
 
Þá er það Bjórpotturinn !
Hver kannast ekki við svoleiðis pottaleik nema með léttvíni?
Við ætlum að setja svona pottaleik á laggirnar á Laugardaginn 27.júní 2015, á Skjóli  við bíl nr. 460 hjá Nínu Dóru og Haraldi.
Þeir sem vilja vera með, koma með EINN bjór. Sem sagt einn bjór-einn bíll. Númer bílsins verður sett í pott og seinna um kvöldið.
(ekki hægt að tímasetja strax)sennilega strax á eftir bingóinu verður dregið um vonandi fjöldann allan af bjórdósum og auðvitað fullum.
 Þar sem ekki er vitað um fjölda þátttakenda þá er ekki vitað nú hve margir verði dregnir út en vonandi nokkrir!
Stefnum á að hafa gaman saman í góðu veðri kæru félagar og hittumst sem flest.
 Bestu kveðjur,  fyrir hönd Skemmtinefndar.
Anna Pála

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *