Ágúst fréttabréf.
Akranesi 18. Ágúst 2015.
Kæru félagar komið þið öll sæl og blessuð. Takk fyrir samveruna í Stóru-ferðinni sem tókst mjög vel og margir félagar gátu komið í. Alls mættu 85 bílar sem er frábær þátttaka. Það var ýmislegt gert til skemmtunar, farið í hina ýmsu leiki, spilað útibingó, spiluð félagsvist,markaður, dregið í bjórleik, sungið og ekki má gleyma vinaleiknum sem er orðin fastur liður í Stóru-ferðinni okkar. Alltaf gaman að sjá félaga okkar laumast með pakka á milli bíla. Þessi frábæra ferð endaði svo með þriggja rétta hátíðarkvöldverði sem matsölustaðurinn Hópið sá um með glæsibrag. Skemmtiatriðum að hætti skemmtinefndar og dansleik þar sem hljómsveitin Glæstar vonir léku fyrir dansi . Og allir fóru glaðir heim eða áfram í fríið.
Furðufataferðin okkar sem var að Brautartungu helgina 14.-16. Ágúst. Þar mættu 65 bílar. Ýmislegt gert sér til skemmtunar, bingó, markaður, sungið og trallað að ógleymdum ólumpíuleikum Húsbíla félagsins. Í hádeginu á laugardeginum bauð félagið upp á kjötsúpu frá Galitó Akranesi, sem rann ljúft ofan í félaga okkar. Kvöldskemmtun á laugardeginum byrjaði með verðlaunaafhendingu, dregið úr félagsnúmerum og fl. Svo hófst Furðufataballið, það voru mjög margir sem tóku þátt og klæddu sig upp í furðuföt . Meira segja hljómsveitin Kopar klæddi sig upp í furðuföt til að vera með, síðan var dansað til kl: 02.00. Á sunnudeginum héldu allir glaðir heim eftir góða furðuhelgi. J
Nú líður að árshátíðinni okkar en hún verður í Njálsbúð helgina 11.-13. September. Og hvet ég félagsmenn að vera duglegir að mæta nú eins og endranær, því þetta er hin besta skemmtun.
Það verður boðið upp á fordrykk og þriggja rétta hátíðarkvöldverð. Það verður margt til skemmtunar, t.d. veitt verðlaun fyrir eitthvað að mati skemmtinefndar ?, dregið úr félagsnúmerum, vegleg verðlaun. Eyjólfur Kristjánsson spilar og syngur fyrir okkur og hljómsveitin Hafrót leikur fyrir dansi til kl: 02.00
Verð í Lokaferð/Árshátíð er 7.000 kr pr félagsmann og eru félagar beðnir að skrá sig hjá formanni í síma 896-5057 eða husbill@husbill.is og leggja inn fyrir ferðinni í Banka: 552-26-6812 kt: 681290-1099.. Koma svo félagar J
En vantar okkur félaga í stjórn og skemmtinefnd, og vil ég hvetja ykkur að koma nú og bjóða ykkur fram í þessi embætti, því það þarf alltaf einhver að gera þetta, ekki bar vera þiggjandi heldur vera þátttakandi og hafa áhrif. Félagar koma svo!
Svona í lokin…..
Við í Félagi húsbílaeigenda fengum skemmtilega kveðju frá staðarhaldaranum í Bjarkarlundi eftir dvöl félagsins þar í Stóru-ferðinni. Hann var mjög ánægður með umgengnina hjá okkur á tjaldstæðinu , það var ekkert rusl að sjá, ekki einu sinni sígarettustubba að finna eins og hann orðaði það. Svona eigum við að kynna okkur að hafa það ávalt íhuga að við eigum þetta fallega land okkar sjálf. Það er frábært að fá svona umsögn um okkar góða félag.
Hlökkum til að sjá ykkur á árshátíðinni.
Fyrir hönd stjórn og nefnda.
Anna Pálína Magnúsdóttir formaður