Stóra ferð Félags húsbílaeigenda.
15. 24. júlí 2016.
Dagskrá.
Ferðin hefst á tjaldstæðinu á Hvammstanga og endar í Ýdölum við Hafralækjarskóla.
Frjáls brottfarartími er alla ferðina og því kjörið að kynna sér handbókina og skoða sig vel um á leiðinni milli staða.
Ferðin kostar 9.000 kr. (Sama verð og 2015), 14-18 ára greiða 4.500 kr.
Ef komið er inn í ferðina á miðvikudag 20. júlí eða síðar, kostar ferðin 7.000 kr. og 14-18 ára greiða 3.500 kr.
Þar fyrir utan er Útilegukort á Hvammstanga, Skagaströnd og Sauðárkrók, en þar gera félagar sjálfir upp hjá staðarhaldara á hverjum viðkomustað fyrir sig.
Gátublöð afhent af ferðanefnd með í pokanum góða, eitt blað á bíl.
Föstudagur 15. Júlí: Tjaldstæðið á Hvammstanga.
Útilegukort og hér greiðir hver fyrir sig
Vegalengd frá Reykjavík 198 km. Rafmagn 800 kr. pr. sólahring.
Munið að föstudagar eru hattadagar !
Þeir sem ætla að taka þátt í vinaleiknum, skrái sig í bíl nr. 383 Gamli sorry Grána (Ágústa og Árni.)
Laugardagur 16. júlí: Tjaldstæðið á Hvammstanga.
Útilegukort og hér greiðir hver fyrir sig
Rafmagn 800 kr. pr. sólahring.
Á laugardag Kl:20.00 setur formaður ferðanefndar Ásgeir M. Hjálmarsson no 712 setur ferðina og fyrirkomulag ferðarinnar kynnt.
Söngbókin tekin fram og sunginn nokkur lög. Félagsmenn eru hvattir til að koma með hljóðfærin sín og njóta þess að hittast og hafa gaman saman.
Að því loknu verður dregið í vinaleiknum og þá hefst vinaleikurinn.
Sunnudagur 17. júlí: Hvammstanga. Skagaströnd
Útilegukort og hér greiðir hver fyrir sig
Vegalengd 81,3 Km. Rafmagn 500 kr. pr. sólahring.
Á sunnudag Kl: 20.00 verður spilað Útibingó, 600 kr. spjaldið, góðir vinningar eins og alltaf.
Bingóspjöld verða seld við bíl nr 695 ?.
Mánudagur 18. júlí Skagaströnd.
Útilegukort og hér greiðir hver fyrir sig.
Hér verður boðið um á leiðsögn um þorpið.
Þriðjudagur 19. júlí: Skagaströnd.- Sauðárkrókur
Útilegukort og hér greiðir hver fyrir sig.
Vegalengd 53,6 Km, Rafmagn 600 kr. pr. sólahring
Flöskuleikur: Skipt verður í 6 manna lið, hvert lið gefur sér nafn. Allir að vera með.
Miðvikudagur 20. Júlí. Sauðárkrókur Ártún Grenivík 155,7 Km, Rafmagn 600 kr. sólahringurinn.
Fimmtudagur 21. júlí Ártún Grenivík.
Kl: 15.00 Ólumpíuleikar Félags húsbílaeigenda Allir að taka þátt, léttir og skemmtilegir leikir.
Eftir það er Bjórpottaleikurinn hefst við bíl nr. 383
Þeir sem vilja vera með, koma með EINN bjór. Sem sagt einn bjór-einn bíll. Númer bílsins verður sett í pott og seinna um kvöldið Kl: 20.00 verður dregið um vonandi fjöldann allan af bjórdósum og auðvitað fullum Þar sem ekki er vitað um fjölda þátttakenda þá er ekki vitað nú hve margir verði dregnir út en vonandi nokkrir!
Athuga, Skoða bestur fyrir.
Föstudagur 22. Júlí. Ártún Ýdalir. Hattadagur Vegalengd 68 Km.
Skilakassa fyrir gátur komið fyrir í andir hússins. MUNA AÐ MERKJA BLÖÐIN FÉLAGSNÚMERI
Skilafrestur á gátum er kl: 13.00 á laugardag
Ratleikur:
Kl: 14.00 hefst ratleikur. Settir verða bókstafir víða um svæðið og viðkomandi raðar stöfunum saman og finnur út málshátt. Skilar þarf lausnum fyrir kl: 17.00 við bíl 383. (Ágústa og Árni)
Kl. 20:30 Vinaleikurinn gerður upp og fl. skemmtilegt. Söngbókin tekin fram og syngjum saman. Félagsmenn eru hvattir til að koma með hljóðfærin sín og njóta þess að hittast og hafa gaman saman.
Laugardagur 23. júlí Ýdalir .
Muna eftir að skila gátublöðum í andir hússins.. Seldir verða happadrættismiðar
Kl. 13.00 Markaður: þar geta félagar selt vörur sínar
Kl:15.00. Félagsvist.
Kl: 19:30. Lokahóf.
Boðið verður upp á hátíðarhlaðborð, kaffi og súkkulaðitertu í eftirrétt .
Skemmtidagskrá
Bílahappadrætti, verðlaun fyrir ólumpíuleikana, félagsvist, ratleik og vísnagátum, dregið í happadrættinu.
Kl: 23.00. Koma félagarnir Stulli og Danni frá Siglufirði, og spila fyrir dansi til kl: 02.00.
Sunnudagur 24. júlí Ýdalir .
Takk fyrir samveruna og góða ferð heim eða áfram í fríið.
*Kl: 12.00 Hjálpumst við frágang í Félagsheimilinu og muna að skrifa í gestabókina.
Með í pokanum góða er blað þar sem skemmtinefnd biður ykkur félagar góðir að koma meðtillögur um hver eða hverjir eiga að hljóta Gedduna í ár.
Skrá nafn, félagsnúmer og stutta sögu á viðkomandi og hvers vegna viðkomandi á skilið að hljóta Gedduna.
Blöðum skal skilað í bíl 383 Gamli sorry Gráni Ágústa og Árni.