Var að setja inn Eldsneytis – Verðvaktara.

Sælir félagar! Var verið að bæta inn Eldsneytis – Verðvaktara á síðuna og er hann staðsettur hérna í gluggunum vinstra megin, undir ELDSNEYTISVERÐ. Þessi vaktari er í boði http://www.gsmbensin.is/ sem rekin er af Seiði ehf. Ég rakst á slíkan vaktara á heimasíðu Fíb og hafði samband við þá hjá Seiði og spurði  þá hvort mögulegt væri að fá að vera með slíkan á síðunni hjá okkur. Þeir brugðust afar vel við og báðu mig að senda sér útlitið af því hvernig hann skildi líta út og sérsniðu síðan vaktara fyrir fyrir husbill.is, okkur að kostnaðarlausu. Kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.Vaktarinn uppfærist sjálfvirkt á nokkurra mínútna fresti og birtir í glugganum lægsta verð á Bensíni og Diesel, annars vegar á höfuðborgarsvæðinu og hinsvegar á landsbyggðinni. Með því að smella á http://www.gsmbensin.is/ er síðan hægt að velja landshluta og svo framvegis. Þau félög sem taka þátt í þessari verðvöktun eru: Atlantsolía, N1, Orkan, ÓB Bensín, Olís og Skeljungur.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *