Júrókvöld á hvítasunnu.

Góðan dag kæru félagar. Nú líður að hvítasunnuferð og Júróvisíon stuðinu okkar. Við  fengum leyfi skemmtinefndar til að standa fyrir smá skralli sjálft Júrókvöldið.ÞEMA KVÖLDSINS ER GLEÐI. VIð ætlum að dreifa sætaröðunnar/stigagjafar blöðum til ykkar og veitt verða verðlaun fyrir 1, 2 og 3 sætið. (hafið endilega með ykkur skriffæri) Einnig langar okkur að biðja ykkur að \“klæða ykkur aðeins upp\“ í gleðibúninga og veitt verða verðlaun fyrir glaðlegasta eða \“hýrasta\“ búninginn. Fánar og annað sem tilheyrir svona stemningu er ómissandi svo grípið með ykkur allt sem ykkur dettur í hug að gæti skapað samkennd og gleði.rin broskal (líka þó við komumst ekki áfram í kvöld)Mögulega verður júrókaríókí keppni einnig, það er verið að kanna möguleikana með það. Þetta stefnir allavega í eintóma gleði krakkar mínir og við hlökkum til að sjá ykkur öll í myljandi stuði.
Kveðja frá stuðkellunum Benný nr 60 og Elínu nr 233

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *