Hvítasunnan Árnesi 13.-16. maí 2016 Dagskrá:
Föstudagur 13. maí. Hattadagur.
Kl. 21.00 Félagar hvattir til að koma með hljóðfærin sín og spila undir söng, syngjum úr söngbók félagsins.Svo verða settir diskar á fónin og dansað ef einhver vill.
Laugardagur 14. maí.Seldir verða happadrættismiðar um daginn, hjónin á Gamla Sorrý Grána nr. 383 verða á röltinu, svo er líka er hægt að koma í bílinn til þeirra og kaupa happdrættismiða þar. Verð á miða 250 kr, sama verð og var 2015. Bara tekið á móti peningum, ekki posi. Dregið verður bara úr seldum miðum.
Kl: 13.00 Markaður.Kl: 14.30 Ólíumpíuleikar Félags húsbílaeigenda. Við hvetjum alla félagar okkar að taka þátt.Kl: 19.00 Mætum við upp í hús og horfum saman á söngvakeppni Evróska sjónvarpsstöðva. Kl: 23.00 hefst ball þar sem hljómsveitin Feðgarnir sjá um að allir dansi af sér skóna fram eftir nóttu eða til kl: 02.00
Sunnudagur 15. maí.Kl. 13.00 Verður spiluð félagsvist.Kl: 15.00 Hvítasunnukaffi Félags húsbílaeigenda.Kl: 21.00 Dregið í bíla happadrættinu, dregið úr happadrættismiðum, afhent verðlaun fyrir félagsvist og verðlaunafhending fyrir ólíumpíuleikana, broms, silfur og gullverðlaun.Eftir það verður sungið úr söngbók félagsins við hvetjum félaga okkar að koma með hljóðfærin sín og spila undir söngSvo verða settir diskar á fónin og dansað ef einhver vill.
Mánudagur 16. maí.Félagar eru kvattir til að koma upp í hús og hjálpa til við að ganga frá húsinu.Við í stjórn og nefndum þökkum fyrir góða helgi og óskum öllum góða ferð heim og góða heimkomu.
F.H.Stjórn og nefnda Félags húsbílaeigenda, Anna Pálína Magnúsdóttir.
P.s. Kíkið á næstu frétt hér neðar, smá skilboð frá tveimur félagskonum.