Sælir kæru félagar.
Nú er komið að helgarferð til Þorlákshafnar kosningahelgina 24.-26. júní.
Í Þorlákshöfn gildir Útilegukortið og greiðir hver fyrir sig, og gerir upp hjá staðarhaldara.
Rafmagn kostar 700 kr. pr. sólahring. Wc-losun.
Við vonum að veðrið verði gott, því við ætlum að vera með útibingó.
Spjaldið kostar 600 krónur, góðir vinningar eins og alltaf.
Svo verður söngbókin okkar tekin fram og sungin nokkur lög.
Hittumst öll glöð og kát í Þorlákshöfn.
P.S. Muna að kjósa til forseta áður en lagt er af stað.
Kv Anna Pálína Magnúsdóttir formaður.